Meðan lína herforingjanna réði í Tyrklandi þ.e.a.s. að ríkisvald skyldi vera algerlega hlutlaust þá var amast við því að immanar (islamskir prestar) gengdu trúarbragðakennslu. Núverandi stjórnvöld undir forsæti Recep Tyyip Erdogan eru ekki eins hörð á línunni, þykja höll undir Islam. Þeir telja sig þó halda uppi hlutleysi en minnihlutatrúarhópar t.d. kristnir kvarta sáran. Tyrkir kynna lýðveldi sitt sem verladlegt ,,secular“ ríki.
Hér á landi er ekki kallað á presta til að kenna trúarbragðafræði. Stundum kenna þeir þó það fag. Prestar eru nefnilega líka oft kennarar og hafa margir próf i kennsluréttindum. Þeir eru því ekki prestar að kenna heldur kennarar sem eru einng prestar.
Prestar í Lútherskum sið eru mjög veraldleg fyrirbæri. Lifa fjölskyldulífi. Eru á allan hátt eins og aðrir. Sumnir svolítið trúaðir í hátterni, aðrir ekki. Það er ekki hægt að bera þá saman við immana eða kaþólska presta.
En mannréttindaráð Reykjavíkur virðist vera harðlínufyrirbrigði eins og herforingjarnir. Sé líkingunni haldið þá er ég mjúkur gagnvart meirihlutakirkjunni líkt og Erdogan og hans flokkur. Fylgismenn hans benda á að Islam sé svo snar og lifandi þáttur í Tyrkneskri menningu mað framhjá henni verði ekki komist hvorki í skólum eða ríkisapparati. Herforingjarnir vilja ekki heyra slíkt. Það er margt skrítið í kýrhausnum.
„En mannréttindaráð Reykjavíkur virðist vera harðlínufyrirbrigði eins og herforingjarnir.“
Já er það? Getur verið Baldur að þið prestarnir, sem stukkuð margir fram með offorsi og látum, séuð harðlínumennirnir? Hvar er viljinn frá ykkar hendi til þess að ræða þessar tillögur? Birtist hann í uppnefningum og rangfærslum? Eða birtist hann í árásum biskupsins á þá sem ekki eru svo heppnir að vera sömu lífsskoðunar og hann?
Lítið ykkur nú nær, sjálfskipuðu talsmenn umburðarlyndis og kærleika.
Eins og Kristjana útlistar ágætlega í sinni grein http://bubot.wordpress.com/2010/10/26/kirkja-og-skoli/ þá snýst þetta um ríkisboðað einelti í raun.
Það er skólaskylda, þar á því ekki að setja upp atburði þar sem velja þarf eftir lífsskoðunum hverjum á að halda útundan og hverjum ekki.
Kennaramenntaðir guðfræðingar og prestar gætu þekkt þetta sem einelti úr öðrum fræðum.
Egill ‘O: Þú ert ekki læs, á mig a.m.k. Ég er alls ekki að gera lítið úr einum eða neinum- aðeins að benda á undarlegar hliðstæður. Sjálfur hef ég þegar fjallað er um Tyrkland verið hrifnari af línu herforingjanna en síður Erdogans- en það snýst við þegar komið er hingað. Þetta kemur fram í færslunni. Sjálfsgagnrýni kannski. Ert þú í einhverjum skotgröfum væni minn. Hættu því og lestu textann. Bkv. B
JBJ Athugasemd þín er í engu samræmi við texta minn. Bkv. B
Það má vel vera að ég hafi brugðið mér í e-r skotgrafir í fyrra innleggi mínu. En þær voru grafnar af prestum, með biskupinn í fararbroddi. Viðbrögð ykkar við þessum tillögum, áður en þær hafa einu sinni verið samþykktar, hafa verið ykkur til skammar. Þið hafið engan vilja sýnt til þess að ræða einhvern snertiflöt á þeim heldur fundið þeim allt til foráttu.
Ps. Maður sem grípur til uppnefninga (‘MannréttindaHáð’) er ekki í neitt rosalega góðri stöðu til þess að ýja að skotgrafahernaði annara.