Miðvikudagur 27.10.2010 - 17:30 - Lokað fyrir ummæli

Um presta og immana og herforingja!

Meðan lína herforingjanna réði í Tyrklandi þ.e.a.s. að ríkisvald skyldi vera algerlega hlutlaust þá var amast við því að immanar (islamskir prestar) gengdu trúarbragðakennslu.  Núverandi stjórnvöld undir forsæti Recep Tyyip Erdogan eru ekki eins hörð á línunni, þykja höll undir Islam. Þeir telja sig þó halda uppi hlutleysi en minnihlutatrúarhópar t.d. kristnir kvarta sáran. Tyrkir kynna lýðveldi sitt sem verladlegt  ,,secular“ ríki.

Hér á landi er ekki kallað á presta til að kenna trúarbragðafræði. Stundum kenna þeir þó það fag. Prestar eru nefnilega líka oft kennarar og hafa margir próf i kennsluréttindum.  Þeir eru því ekki prestar að kenna heldur kennarar sem eru einng prestar.

Prestar í Lútherskum sið eru mjög veraldleg fyrirbæri.  Lifa fjölskyldulífi.  Eru á allan hátt eins og aðrir. Sumnir svolítið trúaðir í hátterni, aðrir ekki.  Það er ekki hægt að bera þá saman við immana eða kaþólska presta.

En mannréttindaráð Reykjavíkur virðist vera harðlínufyrirbrigði eins og herforingjarnir. Sé líkingunni haldið þá er ég mjúkur gagnvart meirihlutakirkjunni líkt og Erdogan og hans flokkur.  Fylgismenn hans benda á að Islam sé svo snar og lifandi þáttur í Tyrkneskri menningu mað framhjá henni verði ekki komist hvorki í skólum eða ríkisapparati. Herforingjarnir vilja ekki heyra slíkt. Það er margt skrítið í kýrhausnum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (43)

  • Egill það kemur bara í ljós að þú ert ekki vel læs. Þess utan er ég ekkert ,,Þið“ eða neitt svoleiðis. ,,Ég“ er ,,ég“ alveg eins og þú ert þú og hef ritað um þetta á eigin forsendum. Biðstu bara afsökunar á að vera með svona vitlaust komment inn á svæði mínu. Lestu pistilinn aftur og hrósaðu honum. Hann á það skilið. Í honum eru m.a. rök fyrir þinni afstöðu ef ég hef metið hana rétt. Aldrei dytti mér í hug að fara inn á þitt svæði með eitthvað rugl. Bkv. B

  • Hvers konar mannréttindanefndir mættu minna sig á, að mannréttindi vesturlanda eiga rót sína í kristinni siðfræði.
    Hófsemi, umburðarlyndi og mildi hafa verið grunnstefnin.
    Þessi stefna hefur einatt komið okkur í koll.
    Það er hreint og beint furðulegt að fólk sem þykist standa fyrir mannréttindum sé stöðugt að henda steinum í okkur kristið fólk og kirkjuna okkar.

  • Viggó, mannréttindi eru ekki komin upp frá kristni, hefur þú lesið biblíuna?

  • Athyglivert Baldur, að mannréttindaráðið skuli ganga lengra en veraldlega sinnuð herforingjastjórn í Tyrklandi.

    Af hverju er það svo hræðilegt í þeirra augum að prestar sinni trúarbragðakennslu?

    Ef þeir eru hræddir um að prestar séu trúaðri en aðrir á boðskap Biblíunnar er allur gangur á því. Ég hef talað við mjög mikið af lifandi trúuðu fólki, sem segir að guðfræðideildin sé frekar afkristnandi en að hún leiði til trúar.

    Veit um marga presta sem taka Biblíuna ekki meira alvarlega en trúleysingjar almennt, heyrði m.a. einn sem ætlaði að senda eitt sóknarbarn sitt í Krossinn því viðkomandi var orðinn svo áhugasamur um Biblíuna!

    Gaman þætti mér að vita hvað mannréttinda(ó?)ráðið ætlar að gera til að sótthreinsa skólana af kristilegum áhrifum. Ætla þeir að yfirheyra alla kennara og spyrja í hvaða trúfélagi þeir eru og hve mikið þeir trúa á boðskap Krists? Ætla þeir að synja meðlimum Krossins, Fíladelfíu, eða aðventista um starf, vegna þess að þeir eru lifandi trúaðir?

Höfundur