Meðan lína herforingjanna réði í Tyrklandi þ.e.a.s. að ríkisvald skyldi vera algerlega hlutlaust þá var amast við því að immanar (islamskir prestar) gengdu trúarbragðakennslu. Núverandi stjórnvöld undir forsæti Recep Tyyip Erdogan eru ekki eins hörð á línunni, þykja höll undir Islam. Þeir telja sig þó halda uppi hlutleysi en minnihlutatrúarhópar t.d. kristnir kvarta sáran. Tyrkir kynna lýðveldi sitt sem verladlegt ,,secular“ ríki.
Hér á landi er ekki kallað á presta til að kenna trúarbragðafræði. Stundum kenna þeir þó það fag. Prestar eru nefnilega líka oft kennarar og hafa margir próf i kennsluréttindum. Þeir eru því ekki prestar að kenna heldur kennarar sem eru einng prestar.
Prestar í Lútherskum sið eru mjög veraldleg fyrirbæri. Lifa fjölskyldulífi. Eru á allan hátt eins og aðrir. Sumnir svolítið trúaðir í hátterni, aðrir ekki. Það er ekki hægt að bera þá saman við immana eða kaþólska presta.
En mannréttindaráð Reykjavíkur virðist vera harðlínufyrirbrigði eins og herforingjarnir. Sé líkingunni haldið þá er ég mjúkur gagnvart meirihlutakirkjunni líkt og Erdogan og hans flokkur. Fylgismenn hans benda á að Islam sé svo snar og lifandi þáttur í Tyrkneskri menningu mað framhjá henni verði ekki komist hvorki í skólum eða ríkisapparati. Herforingjarnir vilja ekki heyra slíkt. Það er margt skrítið í kýrhausnum.
Viggó: ef það er eitthvað sem EKKI einkennir kirkjuna í gegnum tíðina þá er það „hófsemi, umburðarlyndi og mildi“. Maður sem skrifar svona þekkir greinilega lítið sem ekkert til sögunnar.
Kirkjan hefur ætíð farið fram með miklu offorsi, harðræði, kúgunum og ofsóknum á hendur þeim sem henni hafa ekki verið þóknanlegir. Þegar endurreisnarhreyfingin (renaissance) hófst í Evrópu upp úr miðöldum þá voru það leikmenn – ekki klerkar – sem hófu til skýjanna þessi fögru gildi sem þú nefnir, sem kirkjan síðar eignaði sér.
Það er þjóðsaga að umburðarlyndi, mildi og hófsemi séu hornsteinar kristinnar trúar, enda er Guð ykkar með eindæmum harðsnúinn og blóðþyrstur. Umburðarlynddið og mildin sést t.d. ljóslega í því að Guð kristinna manna hvetur þá beinlínis til að uppræta öll önnur trúarbrögð („Þú skalt ekki aðra Guði hafa en mig“).
Mildi? Umburðarlyndi?
Mannréttindaráðið er á pari við heforingjana í Tyrklandi sem töpuðu áhrifum til Erdogens sem er meira pro Islam. Ég segi þetta ekki Mannréttindaráðinu til lasts. Afstaða herforingjanna er að mörgu leyti ,,vestræn“. Bkv. b
Það er rétt Guðfræðideild H.Í. hvað sem hún nú heitir hverju sinni á ekki að vera prestaskóli eða biblíuskóli heldur akademískur skóli sem byggir á vísindum og vísindalegri hugsun. Kv. B
Ég skil ekki muninn á því að vera trúaður og lifandi trúaður.
Ég skil ekki muninn á því að syngja Bjart er yfir Betlehem í trúarlegum tilgangi (sem má ekki í skólanum) og því að syngja það bara yfirleitt (sem má víst).
Ég skil ekki að foreldrar megi ekki hafa eitthvað um það að segja hvort börnin þeirra fái frí úr skólanum til að fara á fermingarbarnamót.
Og síst af öllu skil ég þá fullyrðingu talsmanns Siðmenntar, úr útvarpinu í mogun, að ég misskilji þetta álit af því að prestastéttin hafi sagt mér að gera það.
Herforingar eða herforingjar ekki – það er einhver fasismi í gangi.
Hilmar! þetta er nú ofsalega harðsnúin guðfræði hjá þér. Kv. B