Miðvikudagur 27.10.2010 - 17:30 - Lokað fyrir ummæli

Um presta og immana og herforingja!

Meðan lína herforingjanna réði í Tyrklandi þ.e.a.s. að ríkisvald skyldi vera algerlega hlutlaust þá var amast við því að immanar (islamskir prestar) gengdu trúarbragðakennslu.  Núverandi stjórnvöld undir forsæti Recep Tyyip Erdogan eru ekki eins hörð á línunni, þykja höll undir Islam. Þeir telja sig þó halda uppi hlutleysi en minnihlutatrúarhópar t.d. kristnir kvarta sáran. Tyrkir kynna lýðveldi sitt sem verladlegt  ,,secular“ ríki.

Hér á landi er ekki kallað á presta til að kenna trúarbragðafræði. Stundum kenna þeir þó það fag. Prestar eru nefnilega líka oft kennarar og hafa margir próf i kennsluréttindum.  Þeir eru því ekki prestar að kenna heldur kennarar sem eru einng prestar.

Prestar í Lútherskum sið eru mjög veraldleg fyrirbæri.  Lifa fjölskyldulífi.  Eru á allan hátt eins og aðrir. Sumnir svolítið trúaðir í hátterni, aðrir ekki.  Það er ekki hægt að bera þá saman við immana eða kaþólska presta.

En mannréttindaráð Reykjavíkur virðist vera harðlínufyrirbrigði eins og herforingjarnir. Sé líkingunni haldið þá er ég mjúkur gagnvart meirihlutakirkjunni líkt og Erdogan og hans flokkur.  Fylgismenn hans benda á að Islam sé svo snar og lifandi þáttur í Tyrkneskri menningu mað framhjá henni verði ekki komist hvorki í skólum eða ríkisapparati. Herforingjarnir vilja ekki heyra slíkt. Það er margt skrítið í kýrhausnum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (43)

  • Nei það er auðvitað rétt hjá þér Baldur að ég er ekki læs. Hvað þá er ég jafn fær í málefnalegri rökræðu og þú virðist vera. Þetta hljóta menn að læra í guðfræðinni.

    Jújú, þú mátt eiga það að það er ýmislegt fínt í þessum pistli þínum fyrst þú ert að fiska eftir hóli.

    Þú hins vegar felur þig ekkert frá því kallinn minn að þú gerir Mannréttindaráði upp þá stefnu að halda einni ákveðinni stefnu í þessu máli til streitu og neita að ræða neinar breytingar frá henni. Sem er það sem ég er að gagnrýna í málflutning þínum.

    Málflutningi sem er eiginlega alveg á þeirri línu sem mér hefur virst flestir prestar taka, sem útskýrir af hverju ég talaði um ‘ykkur’. Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á því að hafa spyrt þig saman við presta, það hlýtur að svíða.

  • Gagarýnir

    Svo skrítið sem það er í miðausturlöndum að vesturveldin hafa ýtt undir öfgar múslima og nýtt sér þær. Gott dæmi er SaudiArabía.
    Svo slæmur sem Saddam var, sem hann var, þá bjuggu þar ýmiskonar trúarhópar sem nú eru á flótta undan íslömskum öfgamönnum studdum af vesturlandamönnum.
    Veraldleg völd verða fyrst fyrir alvöru ill þegar þau nota trúna. Og skólakerfið hér er hluti framkvæmdavaldsins. Vald yfir því hvað börnum sé hollast að læra.

  • Ég skil hins vegar alveg, eftir að hafa lesið Gagarýni og Egil Ó, hver er munurinn á því að vera málefnlegur og ómálefnalegur.

    Gott að ég skil þó eitthvað.

  • Baldur Kristjánsson

    Nú er ég sáttur við þig. Mér leiðist dilkadráttur. Rétt að árétta að ég skil alveg hvað MR gengur til en mér fannst og finnst enn að það slái ekki rétta tóna. Aldrei sakaði ég þau um neitt illt og geri ekki. Þennan pisti skrifaði ég meira til gamans og vegna þess að ég hef stúderað afstöðu Tyrkja mikið í þessum efnum. BKv. Baldur
    p.s. rökfræðina lærði ég í félagsfræðinni og ekki síst siðfræðinni svo ég láti nú svo að ég taki háð þitt alvarlega. B

Höfundur