Miðvikudagur 27.10.2010 - 17:30 - Lokað fyrir ummæli

Um presta og immana og herforingja!

Meðan lína herforingjanna réði í Tyrklandi þ.e.a.s. að ríkisvald skyldi vera algerlega hlutlaust þá var amast við því að immanar (islamskir prestar) gengdu trúarbragðakennslu.  Núverandi stjórnvöld undir forsæti Recep Tyyip Erdogan eru ekki eins hörð á línunni, þykja höll undir Islam. Þeir telja sig þó halda uppi hlutleysi en minnihlutatrúarhópar t.d. kristnir kvarta sáran. Tyrkir kynna lýðveldi sitt sem verladlegt  ,,secular“ ríki.

Hér á landi er ekki kallað á presta til að kenna trúarbragðafræði. Stundum kenna þeir þó það fag. Prestar eru nefnilega líka oft kennarar og hafa margir próf i kennsluréttindum.  Þeir eru því ekki prestar að kenna heldur kennarar sem eru einng prestar.

Prestar í Lútherskum sið eru mjög veraldleg fyrirbæri.  Lifa fjölskyldulífi.  Eru á allan hátt eins og aðrir. Sumnir svolítið trúaðir í hátterni, aðrir ekki.  Það er ekki hægt að bera þá saman við immana eða kaþólska presta.

En mannréttindaráð Reykjavíkur virðist vera harðlínufyrirbrigði eins og herforingjarnir. Sé líkingunni haldið þá er ég mjúkur gagnvart meirihlutakirkjunni líkt og Erdogan og hans flokkur.  Fylgismenn hans benda á að Islam sé svo snar og lifandi þáttur í Tyrkneskri menningu mað framhjá henni verði ekki komist hvorki í skólum eða ríkisapparati. Herforingjarnir vilja ekki heyra slíkt. Það er margt skrítið í kýrhausnum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (43)

  • Jón Yngvi Jóhannsson

    Þetta er vonlaus samanburður Baldur. Við búum ekki í Tyrklandi. Tyrkir þurfa að glíma við flókið stjórnmálaástand þar sem aðstæðurnar eru ólíkar því sem við þekkjum. Vinsældir Erdogans og co stafa af annars vegar fylgispekt við Islam, hins vegar siðbót í stjórnkerfinu sem felst m.a. í því að ráðast gegn rótgróinni spillingu hersins og embættismannakerfisins.
    Þetta ástand er ekki líkt neinu sem við þekkjum hér og býr m.a. til ólíkleg bandalög á milli secular menntamanna og íslamista.
    Við komumst ekkert áfram með svona samanburði.

  • Baldur Kristjánsson

    Má vera og ekki ætlaðist ég til að færa málin mikið áfram. En það hefur þó hjálpað sjálfum mér að sjá samhengi hlutanna að reyna að átta mig á þeim grundvallarágreiningi sem má alls staðar greina. Ekkert er nýtt undir sólinni eins og við vitum. Bkv. baldur

  • Takk fyrir svarið Baldur, ég var reyndar ekki að segja að guðfræðideildin eigi að vera eingöngu á akademískum forsendum, trúarlegum líka og ég tel vel hægt að sameina þetta tvennt. Lausnin er t.d. ekki að kenna guðfræði hvítasunnumanna í stað lúterskrar, þarna kemur vönduð fræðimennska inn. En þetta er flóknara umræðuefni.

    BB, það er oft talað um lifandi trúaða sem þá sem taka trú sína alvarlegar en aðrir. Hvað er dauð trú má spyrja, Jakobsbréfið segir að trúin sé dauð án verka, held það sé ágætis útgangspunktur. Að fólk sé trúað á borði, ekki aðeins í orði.

    Góð spurning þetta með Bjart er yfir Betlehem. Hvernig ætlar trúarbragðalögreglan að meta það hvort sálmurinn er sunginn í trúarlegum eða menningarlegum tilgangi? Ætla þeir að yfirheyra börnin og kennarann, þá fyrir eða eftir sönginn? Ef flutningurinn er nógu flatur og tilfinningalaus þá er hann kannski í lagi?

  • Mín trú er stundum lifandi og stundum algjörlega dauð, samt tek ég hana mjög alvarlega.

    Mér finnst stundum eins og þeir sem sagðir eru mikið trúaðir (og segjast vera mikið trúaðir) séu það einmitt í orði en ekki endilega á borði.

    En það er kannski hægt að finna upp einhverja rafmagnsgræju og mæla trúarlega upplifun í söngnum – aldrei að vita.

Höfundur