Miðvikudagur 27.10.2010 - 17:30 - Lokað fyrir ummæli

Um presta og immana og herforingja!

Meðan lína herforingjanna réði í Tyrklandi þ.e.a.s. að ríkisvald skyldi vera algerlega hlutlaust þá var amast við því að immanar (islamskir prestar) gengdu trúarbragðakennslu.  Núverandi stjórnvöld undir forsæti Recep Tyyip Erdogan eru ekki eins hörð á línunni, þykja höll undir Islam. Þeir telja sig þó halda uppi hlutleysi en minnihlutatrúarhópar t.d. kristnir kvarta sáran. Tyrkir kynna lýðveldi sitt sem verladlegt  ,,secular“ ríki.

Hér á landi er ekki kallað á presta til að kenna trúarbragðafræði. Stundum kenna þeir þó það fag. Prestar eru nefnilega líka oft kennarar og hafa margir próf i kennsluréttindum.  Þeir eru því ekki prestar að kenna heldur kennarar sem eru einng prestar.

Prestar í Lútherskum sið eru mjög veraldleg fyrirbæri.  Lifa fjölskyldulífi.  Eru á allan hátt eins og aðrir. Sumnir svolítið trúaðir í hátterni, aðrir ekki.  Það er ekki hægt að bera þá saman við immana eða kaþólska presta.

En mannréttindaráð Reykjavíkur virðist vera harðlínufyrirbrigði eins og herforingjarnir. Sé líkingunni haldið þá er ég mjúkur gagnvart meirihlutakirkjunni líkt og Erdogan og hans flokkur.  Fylgismenn hans benda á að Islam sé svo snar og lifandi þáttur í Tyrkneskri menningu mað framhjá henni verði ekki komist hvorki í skólum eða ríkisapparati. Herforingjarnir vilja ekki heyra slíkt. Það er margt skrítið í kýrhausnum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (43)

  • Starfslýsing presta:

    „Boðun er hið eiginlega eðli kirkjunnar. Boðun er ekki valkostur kirkjunnar. Boðun er grundvöllur veru hennar sem „ein, heilög, almenn og postulleg“ kirkja (Níkeujátningin).

    Í siðareglum presta segir að þeim beri að „boða Krist og útbreiða ríki hans“.
    Um boðun kirkjunnar segir Karl Sigurbjörnsson biskup:  „Orðið mission er margrætt og hlaðið. Í kirkjulegu samhengi er það gjarna þýtt kristniboð.“

    „Kirkjan er send með boðskap. Það er hlutverk hennar og verkefni hennar öll eru með einum eða öðrum hætti liður í þeirri sendiför.“

    Prestar verða að BOÐA trú. Það er þeirra hlutverk. Þar af leiðandi verður þeirra hlutverk ekkert í skólum ef boðun trúar er þar bönnuð og það er augljóslega eðlilegt að banna þar boðun trúar.

    Þetta er ekkert flókið. Boðið bara trú annars staðar en í ríkisskylduðu námi.

  • Alfreð og Hilmar.

    Siðblindir ofbeldismenn allra tíma, hafa jafnan reynt að komast í valdastöður til að þjaka meðbræður sína.
    Má ég kristinn maður frábiðja mér slíka, fyrr og síðar, eða um okkar daga.
    Svo hélt ég reyndar að það væri bara til einn Guð.
    Sama hvort fararstjórinn, á hans fund, heitir Jesú, Múhameð eða eitthvað annað.
    Hitt viðurkenni ég hreinskilnislega að ég veit ekkert um guðfræði og skil ævintýrasögur af þeim vettvangi eins og mér sjálfum sýnist.

  • Ég ætla að hafa þetta svolítið langt.

    Ég er ekki, hef ekki verið og verð sennilega aldrei trúaður.Sem í sjálfu sér ætti að vera stórmerkilegt samkvæmt mannréttindaráðinu í Reykjavík, var ég í æsku fullkomlega berskjaldaður fyrir fólkinu í hempunum, í minni skólagöngu.
    Veit ekki hvern rétt er að spyrja, hvað fór eiginlega úrskeiðis?

    Getur mannréttindaráðið kannski svarað þessu? Er ég heppinn? Tornæmur?

    Eða getur verið að manneskjan sé almennt bara í ágætu standi til að ákveða fyrir sjálfa sig, hvort hún trúir eða trúir ekki?

    Andstæðingar kristinnar trúar (ég er ekki slíkur, hún gegnir bara engu hlutverki í lífi mínu eða nánustu) nota oftast sömu rökin, kirkjan er svo slæm af því að hún ofsæki fólk. sé fordómafull, sé ekki friðsöm, hófsöm og fari fram með offorsi, kúgun og ofbeldi.

    Sem er dálítið undarleg skoðun, svo ekki sé dýpra í árina tekið.
    Hvar á vesturlöndum kemur kirkjan svona fram? Af hverju fylgja ekki dæmi þessari „röksemdarfærslu“?

    Jú, rétt er það að kirkja var svona á öldum áður. En á þeim öldum ráku riddarar (hugsanlega trúlausir) fólk á hol á nokkurrar miskunsemi. Kóngar hengdu upp og bútuðu í sundur óvini sína, fátæklingar myrtu og stálu frá öðrum fátækum. Eða með öðrum orðum, svona var bara tíðarandinn.

    Einn vitleysingurinn sem kommentar á Eyjuna fordæmdi kirkjuna, af því að prestar nauðguðu fólki. Sem sagt, með einni ódýrri yfirfærslu, þá eru allir prestar vondir, af því að einn er það. Sem segir mér að ég sé sami vitleysingurinn og sendi inn kommentið, af því að ég kommenta ´Eyjunni.

    Það ættu sem sagt allir að hætta að kommenta á Eyjunni, því það gerir þá vitlausa, eða staðfestir að þeir séu vitlausir.

    Hér á öldum áður, þá töluðu prestar um freistinguna, og hversu nauðsynlegt væri að koma í veg fyrir að almenningur kæmist í þá aðstöðu, að vera freistað. Það var sem sagt ástæðan fyrir því að dans var bannaður. Óeðlilegt samneyti kvenna og karla, ástand sem gat leitt til óækilegrar holdlegrar fýsnar.

    Okkar helstu „sérfræðingar“ kalla þetta í dag „freistnivanda“.
    Heyrði í konu á Rás 2 í gær, dósent í lögum við Háskóla Íslands. Hún fann nýjum gjaldþrotalögum allt til foráttu, því þau gætu leitt til „freistnivanda“ hjá almenningi. Það er sem sagt eðlilegra hjá þeirri manneskju að kröfuhafar geti hundelt fólk allt þeirra líf, af því að þau gerðu eitthvað svo skelfilega illt af sér. Taka gengisláns árið 2007 jafngildir því synd. Og sá syndugi skal taka út sína refsingu.

    Ég hef mun meiri áhyggjur af því að svona harðlínufólk fái óheftan aðgang að hlustum þjóðarinnar, og fái óhindrað að boða refsingagleði sína, en tiltölulega saklausum ræðum presta, sem nú orðið japla helst á fyrirgefningunni og öðru álíka saklausu.

    Ég skal taka meðalprestinn framyfir meðallögmanninn, hvenær sem er.
    Ástæðan er sú að meðalpresturinn hefur engann hag af útskúfun og fordæmingu á syndugum, meðan að lögmennirnir stórgræða á því að hundelta fólk alla leið í gröfina. Hver hefur heyrt af lögmanni sem gengur um á meðal þeirra syndugu (skuldugu) og reynir að beina þeim á rétta braut?

    Þessi eini hatursáróður dósentssins er margfalt ógeðfelldari en ein árleg heimsókn skólabarna í kirkju. Kannski dósentinn hafi misst af kirkjuferðinni í æsku, og hafi ekki verið innrætt kristilegt hugarfar.

    Við hvert nýtt skólaár velur fólk hvort það vill að börnin þeirra borði í skólanum. Langflestir velja þann kost, að þau fái heita máltíð í hádeginu. En ekki allir. Kannski lausnin sé bara svo sára einföld, að þeir sem vilja ekki að börnin þeirra séu í nánu sameyti við hempuklædda, krossi bara við nei á hverju hausti?

  • Er enn verið að rugla saman trúarbragðafræðslu og trúboði? Hvenær ætlið þið að fatta þetta? Hvað kemur það málinu við hvort prestar kenni kristinfræði? Það er hvorki verið að úthýsa kristinfræði né prestmenntuðum kennurum úr skólunum, aðeins beinhörðu trúboði.

Höfundur