Meðan lína herforingjanna réði í Tyrklandi þ.e.a.s. að ríkisvald skyldi vera algerlega hlutlaust þá var amast við því að immanar (islamskir prestar) gengdu trúarbragðakennslu. Núverandi stjórnvöld undir forsæti Recep Tyyip Erdogan eru ekki eins hörð á línunni, þykja höll undir Islam. Þeir telja sig þó halda uppi hlutleysi en minnihlutatrúarhópar t.d. kristnir kvarta sáran. Tyrkir kynna lýðveldi sitt sem verladlegt ,,secular“ ríki.
Hér á landi er ekki kallað á presta til að kenna trúarbragðafræði. Stundum kenna þeir þó það fag. Prestar eru nefnilega líka oft kennarar og hafa margir próf i kennsluréttindum. Þeir eru því ekki prestar að kenna heldur kennarar sem eru einng prestar.
Prestar í Lútherskum sið eru mjög veraldleg fyrirbæri. Lifa fjölskyldulífi. Eru á allan hátt eins og aðrir. Sumnir svolítið trúaðir í hátterni, aðrir ekki. Það er ekki hægt að bera þá saman við immana eða kaþólska presta.
En mannréttindaráð Reykjavíkur virðist vera harðlínufyrirbrigði eins og herforingjarnir. Sé líkingunni haldið þá er ég mjúkur gagnvart meirihlutakirkjunni líkt og Erdogan og hans flokkur. Fylgismenn hans benda á að Islam sé svo snar og lifandi þáttur í Tyrkneskri menningu mað framhjá henni verði ekki komist hvorki í skólum eða ríkisapparati. Herforingjarnir vilja ekki heyra slíkt. Það er margt skrítið í kýrhausnum.
Á „guðfræðideild“ að vera „vísindaleg“ og byggja á „vísindalegri hugsun“?
Heyr á endemi!
Þetta jafngildir kröfu um að leggja hana niður.
Sem er ágæt hugmynd enda engin akademía þar á ferð.
Rósa þú gerir þér nú upp fáfræði.
Ýmsir t.d. Halla velta fyrir sér hvert sé lóð þessarar færslu. Af því að hún er rituð að guðfræðingi sættir hugur sumra ekki sig við að geta ekki sett hana í skotgröf og sumir reyna það. Margir geta ekki annað en hugsað í flokkum. Það er kannski arfur frá Sturlungaöld. Þessi færsla um immana og presta var einfaldlega rituð til gamans og til að minna á að það eru til vatnsskálar en ekki bara vatsglös og víða er stormur og víða má sjá óvæntan samanburð. Þeir eru m.a. til sem reyndu að vera öskuillir yfir þessari færslu þó að þeir séu nú fleirri sem tóku upp skemmtilega þræði sem gaman var að lesa. Það er tímahættulegt að skrifa einfalda færslu. maður er neyddur í framhaldinu inn í margs konar skemmtilegar pælingar. BKv. Baldur
Ágæti Baldur.
Mér fannst þessi færsla annars prýðileg.
Sjálf þekki ég vel til ástandsins í Tyrklandi.
Ég hins vegar hef verulegar efasemdir um „guðfræði“, tel að sú fræðigrein ætti með réttu frekar að tengjast bókmenntum.
Um hina „vísindalegu nálgun“ mætti rita langt mál. En eitt skal fullyrt: hún er víðs fjarri í allri nálgun talsmanna kirkjunnar á Íslandi.
Síðustu ummæli biskupsins um „andlega örbirgð“ þúsunda Íslendinga og milljarða manna um heim allan sæma ekki manni sem telst vera „menntaður“.
En grein þín fannst mér alveg ágæt. Tyrkland er stórmerkilegt ríki.
Kveðja
R
Ég vil bara ítreka að það skiptir engu hversu þessi grein er „ágæt“ eða hvort hún er skrifuð „til gamans“, hún einfaldega fellur dauð þar sem höfundur hefur ekki hundsvit á því sem hann þykist vera að bera saman við mál í Tyrklandi. Þetta er líking þar sem þann helminginn vantar sem hún á að bregða á ljósi.