Hvað er verið að ráðst að Halldóri Ásgrímssyni? Er hann meiri þrjótur en gerist og gengur? Starfaði hann ekki alltaf innan ramma laganna? Eltu Framsóknarmenn hann ekki um áratugaskeið eins og dáleiddar hænur? Hefði ekki hvaða stjórnmálamaður sem er látið undan LÍÚ og komið kvótakerfinu á? Urðu ekki allir að gjalti nálægt Davíð Oddssyni? Er ekki Skinney-Þinganes fyrirmyndar fyrirtæki? Eigendur þess hafa ekki selt kvótann burtu og flúið í sólina á Flórída með milljarðana sína. Það hefur Halldór ekki gert heldur. Eignarhlutur hans skapar vinnu á Höfn. Væri ekki nær að skeyta skapinu á brask –klíkunni sem, eyðilagði Framsóknarflokkinn? Sem sagt: Var Halldór nokkuð annað en bæði góður og vondur stjórnmálamaður sem hefur vilja til að starfa áfram að þjóðmálum? Hvers erum við bættari að hafa hann atvinnulausan ráfandi um Þingholtin?
Og: Var ekki Halldór langt á undan flestum samtímamönnum sínum í Evrópumálum. Ef daladrengirnir í Framsókn hefðu fylgt foringja sínum í þeim efnum þá værum við í allt annarri og betri stöðu nú!
Hvernig réttlætir magisterinn siðfræðilega þá ákvörðun HÁ og DO að setja Ísland á lista yfir þjóðir sem eru ábyrgar fyrir ömurlegu stríði í fjarlægu landi? Ég og þú á listanum… ! (Sjá einnig Agnar 18:54)
Þeir sem eiga börn ættu að prófa að setja sig í spor þeirra foreldra sem hafa misst sín í árásum sem við studdum sem þjóð í boði HÁ og DO.
Peningar og ESB eru eitt, en menn leyfa sér þann gjörning að skrifa undir stríðsrekstur í nafni Íslands eru ómerkingar og vesalingar um eilífð í mínum huga. Óhæfir menn. Einfalt mál í mínum huga.
Gaman væri samt að fá svar…
Brókarteygjusiðferði.
Ágæti Baldur.
Svar þitt er ófullnægjandi og beinlínis rangt.
HÁ gerði þetta aldre!
Hann notaði Schengen til að nálgast ESB en gerði það á grundvelli norræna vegabréfasambandsins!
Þú ert ágætur maður Baldur.
En láttu ekki svona!
Kveðja
R
Ég hef greinilega ekki lesið síðuna þína nógu vel, bið forláts, en stend við orð mín um siðferði og að verja mann á borð við HÁ.