Gamla Testamentið er frábært safn bóka -39 rit frá ýmsum tímabilum. Margt misjafnt að finna þar en hreinar perlur inn á milli. Sagan af Jósef og bræðrum hans í 1. Mósebók er þar framarlega í flokki. Snilli um góðæri, kreppu, föðurást, öfund, fyrirgefningu og ábyrgð. Prédikarinn er líka frábært spekirit, Rutarbók, mögnuð ástarsaga, orðskviðir Salómons uppfullir af viti og í öllum bókunum frábærir kaflar. Gamla Testamentið er trúarbók Gyðinga og Kristnir tóku hana (í leyfisleysi?)inn í safn sitt. Látum trúarlega gildið liggja á milli hluta en snilldarlegt bókmenntaverk er Gamla Testamentið.
Úff!
Ritsafnið Gamla testamentið er meistaraverk og unun aflestrar. En tek undir: Látum trúarlega gildið liggja milli hluta.
Ert þú ekki semsé einn af þeim sem trúa á hvern stafkrók heldur og lítur á verkið sem samið af mönnum um menn? Þetta er fundamental afstaða.
Árásir á krisnina hafa snúist um þetta rit, og hvað guð er ferlega vondur. Einkennilegt hvað margir guðleysingjar virðast trúa á sinn hátt á hvern stafkrók. Mósebækurnar eru löggjöf, ek. stjórnarskrá sem allir kalla eftir núna.
Og Ljóðaljóðin.