Fimmtudagur 04.11.2010 - 11:11 - Lokað fyrir ummæli

Dökk framtíð, heldur betur.

Glöggur vinur minn sem er á leið til Noregs undrast það að ég skuli voga mér að vera hér áfram barnanna minna vegna. Hann fullyrðir að íslendingar eigi eftir að skrapa botninn í nokkrar kynslóðir. Landflóttin sé byrjaður. Menntafólk flýi skerið en ómenntaðir innflytjendur komi í staðinn.  Þeir sem hafa það skást munu alltaf setja hömlur á að jafnokar þeirra í einhvers konar sérfræði flytji inn.  Að auki eru launin svo lág að aðeins þeir sem ekki eiga neina aðra kosti koma hingað. Við erum þegar orðin láglaunaland, segir hann.  Fjöldinn lepur dauðann ú skel á meðan útvaldir hafa það gott.  Við eruð þegar farin að finna fyrir læknaskorti, hélt þessi vinur minn áfram.  Það er þegar skortur á krabbameinslæknum og öðrum sérhæfðum læknum. Þeir sem fara í hjartauppskurð eru sendir heim samdægurs.  Í farvatninu eru átök og illdeilur sem verða ávallt þegar samfélögum hnignar.

Ég var að hugsa þetta þegar ég ók suðurlandið í gær í fallegri frostbirtunni. Það er ábyggilega líka fallegt í Noregi hugsaði ég þegar ég fann að þjóðerniskenndin var að ná tökum á mér.  Ég finn samt að ég er ekki á förum strax þó að heimiliskennsla í norsku hafi verið efld.  Ég ætla að vera hér áfram og styðja ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem hleypur ekki eftir lýðskrumi þeirra sem settu hér allt á hausinn og ættu að skammast sín.  Og ég bind enn vonur við það að mannréttindafólkið í VG sjái ljósið og láti af þessari heimóttarlegu afstöðu sinni gegn ESB.  Við þurfum að vera fullgild í hópi Evrópuþjóða.  Afkomendur okkar munu ekki líða það að búa ekki við sömu leikreglur og tíðkast með öðrum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Ég held að fólk eigi nú aðeins að hífa sig upp úr þessu væli og þjóðernisrembing.

    Það er ekkert mál að flytja. Farðu til Osló. Sem Reykvíkingur ertu þá 4 tíma í miðbæ Reykjavíkur, en ef þú flytur til Akureyrar, þá ertu ca 5 tíma að keyra. Kostar svipað (bensín og flugið), og ef flugið er dýrara, þá eru norsku launin góð til að borga mismuninn.

    Noregur er betra samfélag að flestu leyti, en maður hefur náttúrulega ekki ömmu gömlu við höndina, eða kemst í kaffi hjá besta vininum.

    Málið er bara að fólk flytur hingað og þangað og það er ekkert mál. Þú þarft ekki að flytja til æviloka. 10 ár í Noregi eru fín. Eða 20 ár. Þú getur meira að segja keypt þér íbúð í bænum fyrir fínu norsku launin, þegar loksins íbúðarverð á Íslandi hrynur eins og það á réttilega að gera þegar bankarnir hætta að halda uppi verðinu.

    Take it easy. skelltu þér með börnin til Noregs, nokkur ár, gott fyrir þau að verða víðsýn og læra fagmennsku, en allt slíkt vantar á Íslandi. Svo flytur þú með þau tilbaka til Íslands og þá höfum við allaveganna nokkra velmenntaða einstaklinga sem gætu stjórnað landinu eða unnið við háskólana.

    Þú ættir etv. að flytja til Noregs af þjóðernisást einni !

  • Bragi Páls

    „….að mannréttindafólkið í VG sjái ljósið og láti af þessari heimóttarlegu afstöðu sinni gegn ESB.“ ???

    Hvers lags er þetta?

    Heldur þú, Baldur, að ESB sé einhver Mæðrastyrksnefnd sem reddi okkur út úr öllum efnahagslegum vandræðum og það til frambúðar?

    Þvílík einfeldni í þér maður að halda þetta???

    Og hvernig ætti ESB að laga hér allt saman til betri vegar?

    Útskýrðu það, Baldur?

    Þeir einu sem geta komið okkur út úr volæðinu hér á landi erum við sjálf.

    Það vantar atvinnuuppbyggingu hér á landi.

    Nær væri að segja;
    „…að mannréttindafólkið í VG sjái ljósið og láti af þessari heimóttarlegu afstöðu sinni gegn allri ATVINNUUPPBYGGINGU.“

  • Stefán Júlíusson

    Ísland hefur verið hluti af „Evrópu“ frá því að EES samningurinn var undirritaður.

    Það samstarf sem við höfum við Evrópu er til komið vegna EES.

    Að sækja vinnu, nám eða annað innan Evrópu er það sem EES hefur veitt okkur.

    Ekki veit ég hversu margir muna eftir því hvernig ástandið var áður en að Ísland gekk í EES. Það var ekki slæmt, en það var ekki betra.

    Ég hef nýtt mér EES með því að sækja vinnu erlendis. Núna vinnu á Íslandi með búsetu í Berlín.

    Engar áhyggjur, ég borga hátekjuskatt þannig að ég læt ekki mitt eftir liggja. Ég spara líka á Íslandi, þannig að engar áhyggjur.

    Það mun ekkert mikið breytast með inngöngu landsins í ESB, nema þá að þeir sem sjá tækifærin munu nýta þau.

    Hinir þurfa ekkert að gera nema að halda áfram að brosa eða gráta.

  • Glúmur Gylfason

    Bragi Páls góður!
    Og ef einhverjar vörur yrðu ódýrari í innkaupi með ESB þátttöku mun ekkert geta komið í veg fyrir að íslenskir kaupsýslumenn finni leið til að stinga þeirri lækkun í eigin vasa.
    Síðan ef € yrði tekin upp myndu þeir – eins og kaupmenn í ESB löndunum almennt gerðu við upptöku hennar – þar að auki nýta sér ruglað verðskyn fólks til að hækka allt verðlag um 20%, sbr. líka síðustu myntbreytingu hér 1981.
    Bestu rökin fyrir ESB aðild eru að hún rýrir áhrif FLokksins og annarra íslenskra stjórnmálamanna með sama siðferði.

Höfundur