Mánudagur 08.11.2010 - 20:10 - Lokað fyrir ummæli

Jón Gnarr frábær!

Það var lærdómsríkt að horfa á Jón Gnarr í Kasljósinu.  Venjulegur maður sem er borgarstjóri og er ekkert að þykjast vera eitthvað annað en hann er.  Ekkert málskrúð, ekkert lýðskrum. Rökréttur, hugsandi, vill vel.  Það er mikill léttir að gamli Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki ráða Reykjavík með andliti nýja Sjálfstæðisflokkins.  Hvernig væri að losna alveg við olíufélögin og gömlu valdaklíkurnar úr stjórnmálum.  Hafa bara nýtt fólk án gamalla bakhjarla.

P.s.  Og þetta auðvitað við um aðra flokka að breyttu breytanda sérstaklega Framsóknarflokkinn.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (37)

  • Getur brandari endalaust verið brandari þó að hann heiti Brandur Ari? Eða Jón Gnarr?

    Spyr venjulegur maður sem er ekkert að þykjast vera annar en hann er og þykist ekki skilja neitt sem hann skilur ekki.

  • Þvílíkt yndislegt að sjá stjórnmálamann sem þorir að viðurkenna að hann sé ekki alvitur, að hann leiti sér upplýsinga hjá vitrari mönnum. Það væri óskandi að menn hefðu tileinkað sér þannig vinnubrögð hér á landi í stað þess að berja sér á brjóst og þykjast færir í allan sjó…

  • Kalli Sveinss

    Ekki er guðfræðideild H.Í., vel á vegi stödd, útskrifi hún marga sem Baldur !
    Hinsvegar er ábyrgð Dags Samfylkingardrengs skelfileg, meðan Reykjavíkurdeild flokksins heldur hjúpi yfir sjúkum trúði og kjána.
    Hvað lengi ætla Reykvíkingar að samþykkja að þessi spjátrungur hyrði heila MILLJÓN Á MÁNUÐI úr sjóðum borgarinnar í laun- meðan hundruð samborgara standa vikulega í biðröðum eftir matarskammti ?? !
    Óhamingju höfuðborgar Íslands verður allt að vopni þessa dagana !

  • Oftast sammála sér Baldri . . .
    . . . held að ef eitthvað getur breytt stjórnmálastarfi og fært það nær almenningi sé svona alger „fjarlæging“ frá hefðbundnum sjálfbirgingi og besser-wisser hroka þess sem allt þykist vit og á engann hlustar . . en bullar og bullar . . og skilur að lokum ekki eigin orðræðu . . .
    . . Jón Gnarr hefur prívat ekki svar við öllu og viðurkennir það . . . . en hann leyfir vonandi öllum hugmyndum að komast upp á borð . .

Höfundur