Það var lærdómsríkt að horfa á Jón Gnarr í Kasljósinu. Venjulegur maður sem er borgarstjóri og er ekkert að þykjast vera eitthvað annað en hann er. Ekkert málskrúð, ekkert lýðskrum. Rökréttur, hugsandi, vill vel. Það er mikill léttir að gamli Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki ráða Reykjavík með andliti nýja Sjálfstæðisflokkins. Hvernig væri að losna alveg við olíufélögin og gömlu valdaklíkurnar úr stjórnmálum. Hafa bara nýtt fólk án gamalla bakhjarla.
P.s. Og þetta auðvitað við um aðra flokka að breyttu breytanda sérstaklega Framsóknarflokkinn.
Hef alltaf verið vinstri maður en er um það bil að gefast upp á bjánavæðingunni sem Tryggvi talar um.
Hann er svo heiðarlegur að hann þorir að biðjast afsökunar. Hann er svo hreinn og beinn að hann þorir að segja að hann viti ekki neitt. DJÍSÖS.
Á nú pólitíkin að fara að ganga út á persónuleg einkenni og sálræna líðan stjórnmálamanna en ekki verk þeirra og skoðanir á málefnum. NEI TAKK.
Þetta var ljómandi fínt viðtal við Jón.
Litlu verður Vöggur feginn má heimfæra uppá guðfræðinginn Baldur Kristjánsson eða datt sá góði maður bara ekki í þann pytt að snobba niðrá við eins og sagt er. Hann heldur semsé, að það sé inn að dásama Gnarrinn og allt bullið í honum. Og svo á borgarstjórinn vopn í fórum sínum sem margir óttast. Það eru allar vaktirnar sem bíða eftir að borgarstjórnarferlinum lýkur.
Kastljós þátturinn var í raun raunalegur og á köflum grátbroslegur; minnti á dramatískan leikþátt trúðsins sem reyndi að ná til fjöldans með smellnum frösum en þegar það gekk ekki upp blikuðu tár á hvarmi.
Þáttastjórnandinn reyndi sitt besta til þess að halda umræðunni á vitrænum nótum en þá komst borgarstjórinn snarlega á geimverustigið og sveif um í einhverju undarlegu þokuskýi og ruglaði þvoglumæltur og var þá þáttastjórnandanum öllum lokið og stundi nánast í uppgjöf: Ég skil ekki orð af því sem þú segir.
Niðurstaðan: Borgarstjórinn gerði sig sekan um innantómt málskrúð, lýðskrum með því að þykjast vera annar en hann er, órökréttur svo ekki var heil brú í málflutningnum. Og svo gerði hann óheiðarlega tilraun til þess að draga þáttastjórnandann niðrá sama planið og má sú góða manneskja þakka fyrir, ef hún losnar undan þeirri martröð að verða tekin fyrir í næstu seríu. Það gæti verið hárgreiðslan, klæðaburðurinn eða sú ósvífni að reyna að ræða við borgarstjórann á vitrænan hátt.
En guðfræðingurinn þarf ekkert að óttast. Hann tekur heilshugar þátt í leiknum.
Rosalega held ég að öllum þætti það flott ef Jóhanna kæmi í sjónvarpinu og segði:
Ég vildi ekki gera þetta, ég var bara nauðbeygð og mér líður svo illa yfir þessu. Og Davíð Oddsson hann skrifar bara heilar Staksteinagreinar um mig – finnst ykkur það ekki merkilegt? Bara um MIG?
COME ON!