Það var lærdómsríkt að horfa á Jón Gnarr í Kasljósinu. Venjulegur maður sem er borgarstjóri og er ekkert að þykjast vera eitthvað annað en hann er. Ekkert málskrúð, ekkert lýðskrum. Rökréttur, hugsandi, vill vel. Það er mikill léttir að gamli Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki ráða Reykjavík með andliti nýja Sjálfstæðisflokkins. Hvernig væri að losna alveg við olíufélögin og gömlu valdaklíkurnar úr stjórnmálum. Hafa bara nýtt fólk án gamalla bakhjarla.
P.s. Og þetta auðvitað við um aðra flokka að breyttu breytanda sérstaklega Framsóknarflokkinn.
Í fyrsta skifti sem mikilmenskan er ekki til staðar.
Mér finnst Jón Gnarr alveg frábær, en ég skil vel að gáfumannaliðinu finnist það ekki, því þrátt fyrir sínar frábæru gáfur virðist það ekkert vita hvenær eigi að hlægja. Nema einhver segi þeim það.
Ég er sammála þér Baldur. Það er gaman að hlusta á venjulegan mann og Jón Gnarr stendur sig bara vel sem Borgarstjóri. Það er greinilegt að Heimdallar- Valhallarklíkan er á fullu í kommentunum. Þeir sætta sig ekki við að hafa „tapað“ borginni eftir að hafa valdið heilu bankahruni með meðvirkni sinni með fjármálaelítunni. Við fengum hvern borgarstjórann á fætur öðrum á síðustu árum og það er ekki Sjálfstæðismönnum til framdráttar hvernig þeir plötuðu Ólaf F. Magnússon til fylgis við sig með því að lofa honum borgarstjórastóli sem hann fékk að halda í stuttan tíma. Það var þeim sjálfum að kenna að þeir „töpuðu“ borginni. Borgarbúar eru margir búnir að fá nóg af sandkassaleik fjórflokksins.
Mikið er gott að eiga svona hæfileikaríkan og hreinskilinn borgarstjóra, leysir fjárhagsvanda borgarinnar í beinni, loka Bláfjöllum eeeeeeeruð þið að gríííííínast.