Það var lærdómsríkt að horfa á Jón Gnarr í Kasljósinu. Venjulegur maður sem er borgarstjóri og er ekkert að þykjast vera eitthvað annað en hann er. Ekkert málskrúð, ekkert lýðskrum. Rökréttur, hugsandi, vill vel. Það er mikill léttir að gamli Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki ráða Reykjavík með andliti nýja Sjálfstæðisflokkins. Hvernig væri að losna alveg við olíufélögin og gömlu valdaklíkurnar úr stjórnmálum. Hafa bara nýtt fólk án gamalla bakhjarla.
P.s. Og þetta auðvitað við um aðra flokka að breyttu breytanda sérstaklega Framsóknarflokkinn.
Mikið er ég sammála þér Baldur.
‘Eg kaus ekki Bestaflokkinn og fékk hálfgert sjokk yfir fylginu sem hann fékk
hef síðan fylgst með og verð að segja að Jón Gnarr kemur mér sífellt á
óvart og sérstaklega í kvöld þegar Brynja velundirbúin ætlaði að baka Jón.
Mér fannst henni ekki takast það.
Kalli Sveins. Er enginn töffari nema hann ljúgi ?
Hann brilleraði þarna í Kastljósinu í kvöld, þarf ekki lengur að fara á skíði til að skemmta mér, bíð bara spennt eftir næsta viðtali við Gnarrinn !