Mánudagur 08.11.2010 - 20:10 - Lokað fyrir ummæli

Jón Gnarr frábær!

Það var lærdómsríkt að horfa á Jón Gnarr í Kasljósinu.  Venjulegur maður sem er borgarstjóri og er ekkert að þykjast vera eitthvað annað en hann er.  Ekkert málskrúð, ekkert lýðskrum. Rökréttur, hugsandi, vill vel.  Það er mikill léttir að gamli Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki ráða Reykjavík með andliti nýja Sjálfstæðisflokkins.  Hvernig væri að losna alveg við olíufélögin og gömlu valdaklíkurnar úr stjórnmálum.  Hafa bara nýtt fólk án gamalla bakhjarla.

P.s.  Og þetta auðvitað við um aðra flokka að breyttu breytanda sérstaklega Framsóknarflokkinn.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (37)

  • Svanur Sigurbjörnsson

    Hjartanlega sammála þér Baldur. Ég horfði á viðtalið aftur og er enn sannfærðari um að Jón Gnarr hafi staðið sig með prýði. Brynja stóð sig ekki vel sem spyrill með því að höggva endurtekið ofan í það að Jón hafði ekki þekkingu á Orkuveitumálunum þegar hann var nýkominn af spítalanum og hjó áfram í það hvort að hann hafi staðið sig. Svo þegar hann sagði að ritstjóri hefði skrifað endurtekið um sig í staksteinum, snéri hún út úr með því að segja „en þetta snýst ekki allt um þig“! Samt hafði hún með spurningaflóði sínu einmitt beint allri athygli sinni og skotum að hans persónu.

    Hann talaði um að það þyrfti ekki þessa klæki og hörku sem beitt er á borgarráðsfundum gegn honum og það var einmitt það sem spyrillinn reyndi að gera. Hún reyndi að koma honum úr jafnvægi með penni fyrirlitningu í spurningum sínum og beita hörku í viðtalinu þannig að það líktist meira yfirheyrslu en vitrænu viðtali. Það er vel hægt að spyrja gagnrýnið án þess að vera að höggva ofan í tæknilega vanþekkingu einvers. Hún spurði spurninga í takt við gömlu fjármálapólitíkina, þar sem ekkert annað en fjármál komust að í umræðunni. Leitt að sjá að fjölmiðlamanneskja sem tekur viðtal við borgarstjóra hafi ekkert lært af því umróti sem hefur orðið og þeirri kröfu að stjórnmál snúist um vönduð vinnubrögð og mannvirðingu í stað digurbarkamennsku og flokkadrætti.

  • Baldur ég sé á því að lesa ummælin hér að framan að það eru fleiri með brenglað veruleikaskyn en þú og Jón Gnarr . Hugsa sér alla vitleysingjana sem eru hrifnir af fíf…u Jóni Gnarr ? Ríkisstjórn sem á svona vitlausa þegna þarf ekki að kvíða framtíðinni bara að bjóða vitleysingunum upp á heimskulegt bíó t.d. Dumb and Dumber og þá er liðið bara sælt og ánægt og sækir sér meira popp til að borða meðan horft er á leiðtoga lífs þess sjálfan kjánan Jón Gnarr.

  • Jón Gnarr er alls ekki vitlaus. Hann er „öðruvísi“ og fær mann því til að fara út af brautum vanans í hugsun. Á því er full þörf.

    Mér hefur fundist Brynja svo heilbrigð í Kastljósinu. Þarna varð hún allt í einu skrýtin samanborið við mann sem líkti sér við geimveru. En, hún þrástagaðist á því hvort hann ætti ekki að vera alvitur leiðtogi!

  • Gagarýnir

    Ekkert er nýtt undir sólinni:
    http://en.wikipedia.org/wiki/Cynicism

Höfundur