Þriðjudagur 16.11.2010 - 16:08 - Lokað fyrir ummæli

Ósmekkleg kveðja frá fríkirkjupresti

Undirritaður er á Kirkjuþingi í fyrsta skipti.  Þar sitja 17 leikmenn og 12 prestar. Auk þess þrír biskupar án kosningaréttar.  Mörg ágæt mál eru á dagskrá. Kirkjan er að leggja niður prestsembætti, selja eignir, spara á öllum sviðum.  Kirkjan þarf/ætlar að spara 260 milljónir á tveimur árum. Fyrir árið 2011 er þetta 7,5%. Var um 10% niðurskurður  árið 2010.  Síðan eru mörg mál er snerta innra starf eins og gengur, fræðslustefna og annað slíkt.  Ósmekkleg kveðja frá fríkirkjupresti í Fréttablaðinu í morgun að kirkjan sé að verja úrelta stofnana og embættishagsmuni. Svona sleggudómar bera vott ókunnugleika og dómhörku. Þetta er langt frá því að slíkur andi svífi hér yfir vötnum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (26)

  • Held þessi ummæli komi verst út fyrir hann sjálfan, á mjög erfitt með að taka mann alvarlega sem segir að sérhver stofnun sem telji sig á einhvern hátt hafa höndlað sannleikan sé djöfulleg.

    Honum er eflaust ekki alls varnað, en þessu popúlísku ummæli dæma sig sjálf

  • Gústaf Níelsson

    Þú segir nokkuð Baldur. Á hvorn ykkar vantar horn og hala?

  • Alveg sammála, hann er náttúrulega bara að reyna að auka við vinsældir sínar með þessu blessaður. Eins og umræðan um kirkjuna í fjölmiðlum hefur verið mætti alveg líkja þessu við að sparka í liggjandi mann…

  • Kyrkjan þarf nú að þola ýmislegt.

Höfundur