Undirritaður er á Kirkjuþingi í fyrsta skipti. Þar sitja 17 leikmenn og 12 prestar. Auk þess þrír biskupar án kosningaréttar. Mörg ágæt mál eru á dagskrá. Kirkjan er að leggja niður prestsembætti, selja eignir, spara á öllum sviðum. Kirkjan þarf/ætlar að spara 260 milljónir á tveimur árum. Fyrir árið 2011 er þetta 7,5%. Var um 10% niðurskurður árið 2010. Síðan eru mörg mál er snerta innra starf eins og gengur, fræðslustefna og annað slíkt. Ósmekkleg kveðja frá fríkirkjupresti í Fréttablaðinu í morgun að kirkjan sé að verja úrelta stofnana og embættishagsmuni. Svona sleggudómar bera vott ókunnugleika og dómhörku. Þetta er langt frá því að slíkur andi svífi hér yfir vötnum.
Prestur sagði upp í opið geðið á stjórnarmanni í Siðmennt að húmanismi væri ‘aumasta trú sem til væri’, biskup sagði að heimsmynd trúleysingja fylgdi andleg örbyggð, annar, prestur hélt því fram að húmanistar vildu banna 90% þjóðarinnar að iðka trú sína, einn presturinn enn sagði að borgaralegar fermingar væru blekkingarleikur, skrumskæling og lygi.
Hvorki heyrðist hósti né stuna frá séra Baldri.
Fríkirkjuprestur leyfði sér að vega að hagsmunum ríkiskirkjunnar. Þá var sér Baldri hins vegar nóg boðið. Ósmekklegt, hvorki meira né minna.
Orð fríkirkjuprests dæma sig sjálf.
Já…við hérna í vísindakirkjunni erum enn að bíða eftir milljónastyrknum okkar…
Verð að taka undir með Agli Ó (16.11 2010 kl. 16:33). Finnst kirkjunnar menn hafa tekið ansi stórt uppí sig undanfarið og mættu alveg byrja á að kíkja aðeins í eigin barm!