Undirritaður er á Kirkjuþingi í fyrsta skipti. Þar sitja 17 leikmenn og 12 prestar. Auk þess þrír biskupar án kosningaréttar. Mörg ágæt mál eru á dagskrá. Kirkjan er að leggja niður prestsembætti, selja eignir, spara á öllum sviðum. Kirkjan þarf/ætlar að spara 260 milljónir á tveimur árum. Fyrir árið 2011 er þetta 7,5%. Var um 10% niðurskurður árið 2010. Síðan eru mörg mál er snerta innra starf eins og gengur, fræðslustefna og annað slíkt. Ósmekkleg kveðja frá fríkirkjupresti í Fréttablaðinu í morgun að kirkjan sé að verja úrelta stofnana og embættishagsmuni. Svona sleggudómar bera vott ókunnugleika og dómhörku. Þetta er langt frá því að slíkur andi svífi hér yfir vötnum.
Örn Bárður skrifaði grein og sagði að trúleysingjar þyrftu bara að „kyngja því börnin þeirra uppgötvi að þau tilheyri minnihlutahópi“ ásamt fleiri álíka smekklegum setningum.
Heyrði hósti eða stuna frá þér eða öðrum prestum? Neibb 🙂
Viðskiptasiðfræðingur flutti erindi á kirkjuþingi og laug blákalt um „herskáa guðleysingja“. Þótti þér það ósmekklegt?
Það sem Hjörtur Magni sagði í grein sinni er allt satt og rétt. Kannski það sé það sem þér þykir ósmekklegast.
Mér þótti grein Hjartar Magna góð og mjög upplýsandi.
Mikilvægt er að almenningur sé upplýstur.
Það þyrfti kanski einhver að útskýra fyrir Baldri þetta með flísina og bjálkann?
Annars eru klerkar og aðrir sem fjárhagslega hagsmuni hafa af kirkjunni með böggum hildar þessa dagana og örvæntingarfullir mjög, því þeir finna sjálfsagt betur og betur hvernig fjarar undan þessari stofnun. Við hin skulum ganga á undan með góðu fordæmi, sýna þeim skilning og ekki erfa þetta við þá.
Hugsanlega geta þeir lært af okkur umburðarlyndi.
Hjörtur Magni hefur farið í pirrurnar á ykkur þjóðkirkjumönnum árum saman – og það skyldi þó ekki vera af því að hann segir hlutina eins og þeir eru og þá sjaldnast þjóðkirkjubákninu í vil