Þriðjudagur 16.11.2010 - 16:08 - Lokað fyrir ummæli

Ósmekkleg kveðja frá fríkirkjupresti

Undirritaður er á Kirkjuþingi í fyrsta skipti.  Þar sitja 17 leikmenn og 12 prestar. Auk þess þrír biskupar án kosningaréttar.  Mörg ágæt mál eru á dagskrá. Kirkjan er að leggja niður prestsembætti, selja eignir, spara á öllum sviðum.  Kirkjan þarf/ætlar að spara 260 milljónir á tveimur árum. Fyrir árið 2011 er þetta 7,5%. Var um 10% niðurskurður  árið 2010.  Síðan eru mörg mál er snerta innra starf eins og gengur, fræðslustefna og annað slíkt.  Ósmekkleg kveðja frá fríkirkjupresti í Fréttablaðinu í morgun að kirkjan sé að verja úrelta stofnana og embættishagsmuni. Svona sleggudómar bera vott ókunnugleika og dómhörku. Þetta er langt frá því að slíkur andi svífi hér yfir vötnum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (26)

  • Ef menn vilja gagnrýna þjóðkirkjuna, þá verða menn að þola gagnrýni sjálfir. Ekki hefur þjóðkirkjan verið með neinar árásir á önnur trúfélög, í skilingi þess orðs. En prestar og þjónar kirkjunnar hljóta að mega svara fyrir sig þegar þeim finnst að þeim og kirkjunni vegið. Það hafa verið linnulausar árásir á kirkjuna vegna ýmissa mjög viðkvæmra mála, mála sem ekki þýðir að afgreiða í einhverju fljótræði. Biskup og prestar almennt sinna málum í kyrrþey og af virðingu. Auðvitað finnast menn í röðum kirkjunnar sem ekki eiga heima þar, en það er svo víða í samfélagi okkar.
    Ég vil því biðja siðmennt og aðra trúleysingja að virða kirkjuna rétt eins þið viljið að við virðum ykkur og láta af þessum linnulausu árásum.

  • Ef þessi grein fríkirkjuprestsins er ósmekkleg hvað segir þú þá um þær kveðjur sem við húmanistar höfum fengið frá þjóðkirkjuprestum? Við erum siðlausir, á móti náungakærleik, viljum banna jólin, erum á móti trúuði fólki ad infinitum…

    Eru öll þessi ummæli frá prestum og biskupi ósmekkleg?

    Sjá t.d. hér: http://skodun.is/2010/10/25/fyrirsjaanleg-og-afhjupandi-umraeda-um-trubod-i-skolum/

  • Stundum getur sannleikurinn verið „ósmekklegur“ í augum þess sem hann beinist að. Þannig er það nú bara.

  • Grein Hjartar Fríkirkjuprests er mjög upplýsandi.

    Ekki oft sem maður rekst á svo fínt efni í Fréttablaðinu.

    Hjörtur Magni afhjúpar blekkingar og sýndarmennsku ríkiskirkjunnar og þeirra sem nú gera allt til að viðhalda óbreyttu ástandi og þar með kjörum sínum og stöðu.

    Algjörlega er fráleitt að skattgreiðendur séu dæmdir til að halda uppi þessari ríkisreknu óheilindastofnun.

Höfundur