Laugardagur 19.02.2011 - 16:58 - Lokað fyrir ummæli

Fáum enska útgáfu af þjóðsöngnum!

Fallegt að heyra íslenska þjóðsönginn sunginn við upphaf bikarúrslitaleiks Grindavíkur og KR í körfuknattleik sem sýndur er nú í sjónvarpi.  Gaman í framhaldi af því að heyra að þjálfararnir báðir notuðu ensku þegar þeir töluðu við leikmenn sína í leikpásum þeim sem teknar eru í þessum leik.  Ég er hræddur um að ýmsir myndu snúa sér við í gröfinni ef þeir væru dauðir.  Hvenær kemur að því að við fáum enska útgáfu af þjóðsöngnum svona svo að allir megi skilja……!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Ég spyr nú bara hvað þér finnst að þjálfarinn eigi að gera?

    Hann gæti ákveðið að tala bara íslensku en þá eru 1-3 leikmenn (misjafnt eftir liðum) sem skilja ekkert það sem verið er að segja.
    Hann gæti eytt dýrmætum tíma leikhlésins í að segja sömu hlutina á íslensku og ensku þrátt fyrir að íslensku leikmennirnir skilji bæði tungumálin.
    Hann gæti, eins og sagt er hér að ofan, verið með túlk í leikjum en fyrir utan það að flest lið myndu ekki hafa efni á því, þá er það ekki mjög hentugt í þessum aðstæðum.

    Að tala ensku í leikhléum er einfaldlega bara besti kosturinn þegar leikmenn tala ekki allir sama tungumálið.

  • Var það bara ég eða söng þessi ágæta söngkona sönginn alveg í hæsta lagi? Það gat ekki nokkur maður fylgt henni.

Höfundur