Sunnudagur 20.02.2011 - 21:23 - Lokað fyrir ummæli

Þjóð á að ráða sér sjálf!

Mér finnst ákvörðun forsetans rökrétt og skynsamleg.  Þjóð á að ráða sér sjálf.  Það á hvorki að hafa vit fyrir heimskum þjóðum eða hafa vitið af vitrum þjóðum. Nú er bara að segja Já í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Nú reynir á.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Er hægt að fá rökstuðning. Af hverju já?

  • Ég er maður samningaferlis. Skásta niðurstaðan.

  • Forsetinn færði góð rök fyrir ákvörðun sinni. Þjóðin á því lokaorðið í Icesave málinu. Miðað við fyrri reynslu hefði mátt ætla að forystumenn ríkisstjórnarinnar brygðust öðruvísi við núna en þeir gerðu þegar forsetinn sendi Icesave II til þjóðarinnar. En þeir hafa ekkert lært. Sami eymdartónninn og sama heimsendaspáin. Enginn lærdómur af ótvíræðum árangri af ákvörðun forsetans frá því fyrir ári síðan.
    Forsetinn byggði rök sín ekki á efnisþáttum núverandi samnings heldur á þeirri lýðræðislegu sanngirni að þjóðin hefði ákvörðunarrétt í málinu. Máli sem hefur gríðarlega þýðingu fyrir afkomu hennar á komandi árum.
    Auðvitað áttu forystumenn ríkisstjórnarinnar að taka þessum málalokum með jafnaðargeði og líta á þetta sem tækifæri til þess að ná til þjóðar sinnar. Sannfæra hana með ljósum rökum og góðum upplýsingum um ágæti samningsins. Ef það leiðir til þess að samningurinn verður samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslunni stendur ríkisstjórnin styrkari eftir með þjóðina að baki sér. Ef það tekst ekki eru dagar hennar taldir.
    Það er í raun ömurlegt að fylgjast með málflutningi margra sem tjá sig á bloggsíðum og í fjölmiðlum. Pólitísk rétthugsun svo yfirþyrmandi að forsetinn er gagnrýndur án nokkurra haldbærra raka. Og blaða- og fréttamenn umhverfðust sumir hverjir á blaðamannafundinum á Bessastöðum. Lengst gekk sá sem eitt sinn fékk nafnbótina blaðamaður ársins sem þótti með þvílíkum ólíkindum að síðan hefur sú nafnbót verið höfð að háði og spotti.
    Aðalatriðið er, að þjóðin sýndi í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir ári síðan að hún er fullfær um að taka erfiðar ákvarðanir. Allar heimsendaspár ríkisstjórnarinnar og aftaníossa hennar reyndust rangar. Árangurinn leiddi til betri samnings. Nú leiðir þjóðin Icesave III til lykta. Hennar er lokaorðið og dómi hennar verður ekki áfrýjað. Og miðað við fyrri reynslu þarf ekki að óttast niðurstöðuna.

Höfundur