Mánudagur 21.02.2011 - 11:09 - Lokað fyrir ummæli

Fulltrúalýðræðið mistekist?

Má vera að fulltrúalýðræðið gangi upp í öðrum löndum en á Íslandi hefur það mistekist.  Sá sem er í vafa ætti að horfa á alþingisrásina milli 14 og 16 einhvern daginn þegar þing er.  þarna er fólk í skotgröfum með úrelta umræðutækni, alið upp í flokkshollustu, gírað niður í fjórar deildir sem meira og minna hatast við hverja aðra (svo er Þór Saari með messíasarkomplex).  það er kominn tími til þess einfaldlega að þjóðin skipti sér meira af löggjarstörfum.  Að því leitinu til er forsetinn á réttri braut.

Við eigum að hugsa þetta upp á nýtt.  Hanna kerfi þar sem þjóðin hefur síðasta orðið í öllum mikilvægum málum.  Alþingi á að vera umræðu og upplýsingatorg.  Vissulega á að kjósa þar inn fólk en ekki til að rífast og hanga í þeirri fornöld að vera Framsóknarmenn eða Vinstri grænir heldur til þess að vera leiðandi umræðustjórar.  þannig fari siðferðileg álitamál í tiltekinn farveg, efnahagsmál í annan farveg, milliríkjasamningar í þann þriðja o.s.frv. Stofnuð verði sérstök deild þar sem kjánar geta rifist um ,,fundarstjórn forseta“ án þess að það skaði þjóðina. Þjóðin hafi alltaf síðasta orðið eftir tilteknum reglum.

Ég útfæri þetta nánar síðar en við erum barnalega föst í því sem var.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Ef forsetinn á að hafa vald til að áfrýja málum sem alþingi hefur samþykkt, til þjóðarinnar á það einnig að gilda um mál sem Alþingi hefur hafnað.
    Hálft lýðræði er ekkert lýðræði.

  • Friðrik Tryggvason

    Mér finnst það helvíti skítt af fylgjanda gaursins sem messíasar komplexið er skírt eftir, að væna Þór greyið um að vera með það, hann allavegana segist ekki vera sonr guðs.

    En að öllu gamni slepptu, þá er þetta rétt hjá þér, og mætti kannski leysa með persónukosningum, í litlum kjördæmum, eða að maður væri ekki bundin við lista, þannig að ég gæti merkt við þá frambjóðendur sem mér sýndist án þess að þurfa að kjósa allan listann.

  • Messíasarkomplexinn er líkur besservissersyndrómi. Slíkir eru ekki í vafa um að þeir hafi rétt fyrir sér og taka stórt upp í sig. Sá einn sem ég er sagður trúa á hafði efni á þessu. það breytir því ekki að mér finnst Þór Saari hafa bætt íslensk stjórnmál.

Höfundur