Þriðjudagur 22.02.2011 - 10:58 - Lokað fyrir ummæli

Sætuefni í mjólkurvörum!?

Fyrrum kollegi, blaðamaður og fyrrum talsmaður Flugleiða, nú Mjólkursamsölunnar, Einar Sigurðsson, sagði að markaðurinn vildi sætuefni og sykur í mjólkurvörur.  Sjálfsagt hefur hann rétt fyrir sér. Markaðurinn er sjáldnast gáfaður. Mín vitbók segir að sætuefni sé krabbameinsvaldandi efni.  Það er í svo litlum mæli segja menn. Þannig er það: Allt er í svo litlum mæli.  Þess vegna hrúga menn gúmmídekkjakurli á sparkvelli barna, setja sætuefni í skyrið, litarefni í reykt kjötið og nammið.  Brenna sporp svo leggur yfir byggðir.  Allt er í svo litlum mæli að það kemur ekki að sök. Og við  seljum tóbak í matvöruverslunum.   Á meðan deyr fjórði hver úr krabbameini yfirleitt eftir þjáningarfullt og erfitt ferli.  það er eins og við sættum okkur við þetta eins og við sættum okkur við bílslysin.  Hvernig væri að skera upp herör gegn öllum þeim efnum í umhverfi og í matvælum sem mögulega geta verið krabbameinsvaldandi.  Veita auknu fé í krabbameinsrannsóknir og bæta aðstöðu þeirra sem berjast á þessum vígstöðvum.  Hér er smæð okkar styrkur. Hér gætum við orðið í farabroddi. Hér gætum við bjargað mannslífum. Aukið lífsgæði margra.  Snaraukið hamingju.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

Höfundur