Miðvikudagur 23.02.2011 - 08:57 - Lokað fyrir ummæli

Slétt sama um menningararfinn!

Það sem skólinn hefur ekki tekið upp á arma sína fer meira og minna forgörðum.   Fjölskyldan er vart lengur virk sem uppeldisstofnun.  Skólinn hætti að gera við tennur barna og frá því að vera best tenntust urðu íslensk börn verst tenntust.  Ef skólinn hætti að kenna sund yrðu íslendingar illa syndir á einni kynslóð.  Skólinn kennir lítið um kynþáttafordóma. Grunnt er á slíkum fordómum hjá æsku þessa lands.  það er rétt mat hjá Siðmennt að aftengja trú og skóla, þar með verða íslendingar trúlausir fyrr en varir.  Fjölskyldan er hætt að virka.  Bæði börn og fullorðnir eru lítt upp alin. Það er sama hvort að fólk vinnur frá morgni til kvölds, eins og flestir verða að gera, eða ekki.  Uppeldisstörf eru víkjandi. Við ásælumst peninga foreldranna, en stendur slétt sama um menningararf okkar.  I padinn og Ipodinn verða helstu barnapíurnar.  Börnin öskra upp úr miðjum nætursvefni. ,,Ég skal drepa þig.“  Eru þá í miðjum tölvuleik gærdagsins.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Ég þarf það reyndar ekki Guðmundur, það er ekki mitt hlutverk að rökstyðja fullyrðingar annara.

    Í greininni sem þú bendir á er einungis fjallað um RVK. Ég man ekki til þess að ég hafi nokkurn tíma farið til ‘skólatannlæknis, alla mína grunnskólagöngu í þremur mismunandi sveitarfélögum. Tannheilsu er ekki bara að hraka í RVK, henni er að hraka um allt land og afnámi skólatannlækninga í RVK verður ekki kennt um þróunina utan borgarinnar.

Höfundur