Föstudagur 25.02.2011 - 09:47 - Lokað fyrir ummæli

ESB: Þá verður gaman að lifa….!

Eitt það augljósasta við ESB inngöngu er að kjör alls almennings munu batna.  Verð á matvælum mun lækka og framboðið verður miklu fjölbreyttara (hvar gróf menntamálaráðherra upp þennan aðstoðarmann sinn- hann hefur kannski verið grafinn upp i orðsins fyllstu merkingu?).  Kannski verður hægt að fá mjólkurafurðir án eitur sætuefna.  Þá verður gaman að lifa (Lára mín).  Þá förum við út í búð, ég og konan, og kaupum hollenska osta, danskar svíanlundir og spánska skinku og á ferðum okkar erlendis gæðum við okkur á íslensku lambakjöti og dísætu skyri sem hefur lagt undir sig evrópumarkaðinn.  Verst hvað maður er orðinn andskoti gamall.  Sennilega of seinn til að fá vinnu í Brussel.  Verð að láta mér nægja að vera byrði á skattborgurum í núverandi embætti, embætti ríkisklerks eins og þeir orða það svo virðulega vantrúarmenn.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Bragi Páls

    Vil minna á, að meðallaun í Evruríkjunum Þýskalandi og Frakklandi, eru um 3.500 Eur á mánuði.

    Meðallaun hér á landi eru um 350.000 kr. á mánuði, eða um 2.180 Eur á mánuði miðað við núverandi gengi Evru sem er 160 kr.

    Árið 2008 voru meðallaun hér á landi um 370.000 kr. á mánuði eða um 4.100 Eur á mánuði miðað við gengi Evru sem þá var í ársbyrjun 2008, sem var 90 kr.

    Hafið þetta á huga:

    Verði krónunni skipt út fyrir Evru á genginu 160 kr. þá mun Ísland verða láglaunaland inna ESB miðað við að meðalaun verði hér þá enn um 350.000 kr. á mánuði sem myndi þýða að hér yrðu meðallaun um 2,180 Eur. á mánuði eftir skiptin.

    Þetta er langt frá meðallaunum í Þýskalndi og myndi þýða að við yrðum næstum því helmingi lengur að vinna inn fyrir sömu vörum og Þjóðverjar.

    Góð skipti þetta, hvað þá hlutskipti fyrir okkur að fá Evru á þessum kjörum???

    Dæmi nú hver fyrir sig.

  • Einar Jörundsson

    Sæll Bragi Páls.
    „Economics is extremely useful as a form of employment for economists“. Mér finnst þessi tilvitnun sem höfð er eftir J.K. Galbraith, oft eiga ágætlega við í umræðunni um ESB. Hagfræðingar tala hver í sína áttina, nánast eftir því hvort menn eru með eða á móti ESB.

    Til þess að finna haldbær rök fyrir minni skoðun hér gætirðu litið inn á síður Evrópusinna – fyrir utan greinar og bækur sem hafa verið skrifaðar um þetta efni (heimildir liggja á lausu um allt netið). Þín rök finn ég svo hjá Heimssýn, en einnig í lærðum greinum og bókum.

    Þetta er málefni sem er gaman rökræða í þaula, enda ágætis málefnaleg rök bæði með og á móti. Ég tek gjarnan snúning á þessu með þér, en ekki í stuttum viðbrögðum hér á síðunni hans Baldurs.

Höfundur