Föstudagur 25.02.2011 - 15:49 - Lokað fyrir ummæli

Höfnin – pistill a la Jónas Kristjánsson

Ég er að verða undarlega líkur Jónasi Kristjánssyni.  Borðaði á Höfninni í gær rétt dagsins lax í kúsk-kúsk. Matreiðslumeistarinn Logi Brynjarsson er greinilega efnilegur kokkur.  Í fyrsta sinn borðaði ég lax sem ekki var ofeldaður, hugsaði um það allan tímann hvað hann væri mátulega eldaður,  ekki of mikið, ekki of lítið. Verðið með gómsætri blaðlaukssúpu 1680 krónur.  Samferðafólk mitt var líka ánægt – sérstaklega börnin sem fengu franskar í stafaformi. Átu stafina í stað þess að læra þá, líkaði það betur. Útifyrir rugguðu bátar og trillur. Hafnarstemning. Þetta minnti mig á Main, strandfylkið í Ameríku upp með ströndinni norður af Boston.  Í miðri máltíð lagði trillukarl Hiluxinum sínumsmástund  fyrir gluggann þar sem bannað er að leggja. Langaði til að gefa honum puttann þegar hann fór en stillti mig.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Matgæðingurinn Jónas er sjálfsagt ljúflingur og kann að meta ljúfmeti. Það er í lagi að líkja sér við þann Jónas og státa af því. En þakkaðu Guði fyrir að líkjast ekki bloggaranum Jónasi. Með orðfæri hans, hatri og níði væri himnaríki þér að eilífu lokað.

  • Hafsteinn Ásgeirsson

    ..Ættir að smakka laxinn hjá mér félagi…:) Gerðu svo ekkert með ruglið frá „Davíðsæskunni“ hérna á undan…:):)

Höfundur