Laugardagur 26.02.2011 - 12:27 - Lokað fyrir ummæli

Staðgöngumæðrun samrýmist ekki mannréttindasjónarmiðum

Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga um staðgöngumæðrun.  Flestir umsagnaraðilar eru sammála um að  slík mæðrun sé ekki mjðg heppilegt fyrirbrigði.  Hér er slóð að áliti Þjóðmálanefndar Þjóðkirkjunnar en hún er samin af undirrituðum, Sóveigu Önnu Bóasdóttur og Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Niðurstaðan er sú að staðgöngumæðrun sé siðferðilega hæpin og samrýmist ekki mannréttindasjónarmiðum.  http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=139&malnr=310&dbnr=1411&nefnd=h

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Sigurlaug

    Staðgöngumæðrun er á ENGAN HÁTT sambærileg við líffæragjöf eða gjöf á eggjum eða sæði. Staðgöngumæðrun fjallar um líkama persónu í heild sinni, ekki bara að parti.

  • Ég get ekki séð að það sé réttur nokkurrar manneskju að eignast barn.

  • Sammála Einari.

  • Halla Sverrisdóttir

    Já, það virðist ekki verða of oft staðhæft að staðgöngumæðrun og líffæragjöf eru tveir gjörólíkir hlutir. Í öðru tilfellinu er verið að bjarga mannslífi eða auka verulega lífsgæði án þess að það skerði lífsgæði annarrar manneskju nema að hluta, en yfirleitt alls ekki – þar sem líffæri til gjafa eru í langflestum tilfellum fengin úr látnu fólki. Sjálf hef ég iðulega sett stórt siðferðislegt spurningamerki við líffæra- eða lífvefjahluta úr lifandi fólki, jafnvel þótt þar sé um að ræða „sjálfviljuga“ gjöf náins ættingja, því það er ljóst að pressan sem það fólk er undir er alltaf mjög mikil og því vafasamt hvort hægt er að tala um frjálsan vilja í því samhengi. En það er önnur og eiginlega enn flóknari umræða! Þótt þráin eftir að eignast barn sé ákaflega sterk er ekki hægt að leggja hana að jöfnu við þörfina eftir líffæri sem bjargar lífi manns.

    Þá ber að athuga að þörfina fyrir barn má uppfylla með ýmsu móti, einkum og sér í lagi með ættleiðingum, en líffæri fæst aðeins úr annarri manneskju. Það ætti að vera forgangsatriði að auðvelda og greiða fyrir ættleiðingum.

    Það hlýtur að vera hverri manneskju sem er fær um að setja sig í spor annarra ljóst að það ferli að glæða líf í líkama sínum, næra það í níu mánuði og fæða það loks með því líkamlega og tilfinningalega álagi sem því fylgir, til þess svo að gefa það líf frá sér í hendur annarra að eilífu, er ekki á neinn hátt sambærilegt ferli við það að t.d. gefa ættingja líffæri, sem er þegar upp er staðið fyrst og fremst kjötstykki sem engin tilfinningaleg tengsl eru fólgin í. Að minnsta kosti sæi ég umtalsvert minna eftir nýra en barni sem ég hefði gengið með.

    Það á heldur enginn „rétt“ á líffæri úr öðrum, dauðum eða lifandi – sem er ástæðan fyrir því að samþykkis er krafist fyrir líffæragjöf. Sem betur fer.

    Ég hef innilega og djúpa samúð með því fólki sem þráir að eignast barn. En það geta ekki talist mannréttindi að fá þá ósk, umfram aðrar persónulegar þarfir, uppfyllta og síst af öllu ef uppfylling óskarinnar getur haft í för með sér þá hættu að troðið verði á mannréttindum annarrar manneskju eða hún verði misnotuð.

    Heimurinn er fullur af börnum sem þarfnast foreldra og foreldrum sem þrá börn. Greiðum fyrir ættleiðingum, en forðumst að búa til aðstæður þar sem manneskja verður að útungunarvél, kona verður hýsill.

Höfundur