Laugardagur 19.02.2011 - 16:58 - Lokað fyrir ummæli

Fáum enska útgáfu af þjóðsöngnum!

Fallegt að heyra íslenska þjóðsönginn sunginn við upphaf bikarúrslitaleiks Grindavíkur og KR í körfuknattleik sem sýndur er nú í sjónvarpi.  Gaman í framhaldi af því að heyra að þjálfararnir báðir notuðu ensku þegar þeir töluðu við leikmenn sína í leikpásum þeim sem teknar eru í þessum leik.  Ég er hræddur um að ýmsir myndu snúa sér við í gröfinni ef þeir væru dauðir.  Hvenær kemur að því að við fáum enska útgáfu af þjóðsöngnum svona svo að allir megi skilja……!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Já og líka alla leikmenn erlenda,þar sem íslenskum leikmönnum er ekki treyst til að klára leiktímabilin

  • Snæbjörn

    Reyndar þætti mér allt í lagi ef til væri ensk útgáfa af íslenska þjóðsöngnum. Hvað væri að því?

  • Hér hafið þið hann á 7 tungumálum, að vísu aðeins fyrsta erindið, en menn nota víst ekki fleiri: http://www.musik.is/lof/lof.html

  • Er það ekki bara eðlilegt að talað sé á tungumáli sem allir í liðinu skilja… efast um að menn séu tilbúnir að spreða í túlk fyrir alla leiki.

Höfundur