Mánudagur 21.02.2011 - 11:09 - Lokað fyrir ummæli

Fulltrúalýðræðið mistekist?

Má vera að fulltrúalýðræðið gangi upp í öðrum löndum en á Íslandi hefur það mistekist.  Sá sem er í vafa ætti að horfa á alþingisrásina milli 14 og 16 einhvern daginn þegar þing er.  þarna er fólk í skotgröfum með úrelta umræðutækni, alið upp í flokkshollustu, gírað niður í fjórar deildir sem meira og minna hatast við hverja aðra (svo er Þór Saari með messíasarkomplex).  það er kominn tími til þess einfaldlega að þjóðin skipti sér meira af löggjarstörfum.  Að því leitinu til er forsetinn á réttri braut.

Við eigum að hugsa þetta upp á nýtt.  Hanna kerfi þar sem þjóðin hefur síðasta orðið í öllum mikilvægum málum.  Alþingi á að vera umræðu og upplýsingatorg.  Vissulega á að kjósa þar inn fólk en ekki til að rífast og hanga í þeirri fornöld að vera Framsóknarmenn eða Vinstri grænir heldur til þess að vera leiðandi umræðustjórar.  þannig fari siðferðileg álitamál í tiltekinn farveg, efnahagsmál í annan farveg, milliríkjasamningar í þann þriðja o.s.frv. Stofnuð verði sérstök deild þar sem kjánar geta rifist um ,,fundarstjórn forseta“ án þess að það skaði þjóðina. Þjóðin hafi alltaf síðasta orðið eftir tilteknum reglum.

Ég útfæri þetta nánar síðar en við erum barnalega föst í því sem var.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Ég er mjög sammála þessu.

    Þingkosningar eru nauðsynlegar til að skapa nýjum frambjóðendum og framboðum möguleika á að láta til sín taka.

    Þingið er algjörlega rúið trausti og þetta er í senn röklegt og nauðsynlegt fyrsta skref.

  • Hárrétt. En ég held að þetta gildi víðar en á Íslandi.

  • Kjósa til þings á 2 ára fresti og um helztu álitamál hitt árið?

  • Hvað með þá hugmynd að kjósa oftar en ekki, rafrænt, um lagasetningar? Að þingið hafi með tímanum fyrst og fremst það hlutverk að undirbúa og vinna frumvörp til afgreiðslu?

    Væntanlega þarf að gera kröfur til þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni – og svona breyting gerist ekki á einni nóttu, eða fáum árum – en kannski á einhverjum áratugum.

Höfundur