Það sem skólinn hefur ekki tekið upp á arma sína fer meira og minna forgörðum. Fjölskyldan er vart lengur virk sem uppeldisstofnun. Skólinn hætti að gera við tennur barna og frá því að vera best tenntust urðu íslensk börn verst tenntust. Ef skólinn hætti að kenna sund yrðu íslendingar illa syndir á einni kynslóð. Skólinn kennir lítið um kynþáttafordóma. Grunnt er á slíkum fordómum hjá æsku þessa lands. það er rétt mat hjá Siðmennt að aftengja trú og skóla, þar með verða íslendingar trúlausir fyrr en varir. Fjölskyldan er hætt að virka. Bæði börn og fullorðnir eru lítt upp alin. Það er sama hvort að fólk vinnur frá morgni til kvölds, eins og flestir verða að gera, eða ekki. Uppeldisstörf eru víkjandi. Við ásælumst peninga foreldranna, en stendur slétt sama um menningararf okkar. I padinn og Ipodinn verða helstu barnapíurnar. Börnin öskra upp úr miðjum nætursvefni. ,,Ég skal drepa þig.“ Eru þá í miðjum tölvuleik gærdagsins.
Mjög rétt!
Skólinn hefur tekið við uppeldishlutverkinu af íslenskum foreldrum.
Og allir virðast bara ánægðir með það.
Þá er hægt að gera endalausar kröfur til skólands.
Og það er líka gert og bætast við kröfur um einstaklingsmiðað nám og að ekki megi raða í bekki eftir getu.
Íslendingar eru ánægðir með þetta.
Skólinn er í senn uppeldis- og geymslustofnun.
En menntastofnun er hann ekki.
Það er búið að eyðileggja grunnskólann á Íslandi og raunar er menntakerfið allt í rúst.
Íslendingar eru hæstánægðir með að aðrir beri ábyrgð á börnum þeirra.
Á meðan geta þeir þrælað fyrir sköttunum sem „norræna velferðarstjórnin“ leggur á þá.
Íslendingar eru pakk.
Ábyrgðarlausir, óupplýsir og illa menntaðir.
Skólinn kennir lítið um kynþáttafordóma. Skólinn kennir heilmikið um trúarbrögð. Kristinfræði er fyrsta bóklega fagið sem grunnskólabörn hér á landi læra – strax í fyrsta bekk byrja þau að lesa sögur úr gamla testamentinu.
Rök þín ganga ekki upp, skólinn kennir óskaplega mikið (alltof mikið) um kristna trú.
Íslendingar eru að verða trúlausir af ööðrum ástæðum en skorti á kennslu um trúarbrögð.
Athyglisverð grein! Hér tekst þér, félagi Baldur, að segja ótrúlega mikið í fáum línum. Sammála þér í öllum atriðum.
Kveðja, Sigurður Bogi
Er það rétt skilið að þér finnist að grunnskólar ættu að kenna börnum að vera trúuð?