Miðvikudagur 23.02.2011 - 08:57 - Lokað fyrir ummæli

Slétt sama um menningararfinn!

Það sem skólinn hefur ekki tekið upp á arma sína fer meira og minna forgörðum.   Fjölskyldan er vart lengur virk sem uppeldisstofnun.  Skólinn hætti að gera við tennur barna og frá því að vera best tenntust urðu íslensk börn verst tenntust.  Ef skólinn hætti að kenna sund yrðu íslendingar illa syndir á einni kynslóð.  Skólinn kennir lítið um kynþáttafordóma. Grunnt er á slíkum fordómum hjá æsku þessa lands.  það er rétt mat hjá Siðmennt að aftengja trú og skóla, þar með verða íslendingar trúlausir fyrr en varir.  Fjölskyldan er hætt að virka.  Bæði börn og fullorðnir eru lítt upp alin. Það er sama hvort að fólk vinnur frá morgni til kvölds, eins og flestir verða að gera, eða ekki.  Uppeldisstörf eru víkjandi. Við ásælumst peninga foreldranna, en stendur slétt sama um menningararf okkar.  I padinn og Ipodinn verða helstu barnapíurnar.  Börnin öskra upp úr miðjum nætursvefni. ,,Ég skal drepa þig.“  Eru þá í miðjum tölvuleik gærdagsins.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Tordenskjöld

    Afsakaðu Baldur – ég er ekki að reyna að snúa út úr fyrir þér – en nákvæmlega hvaða
    menningararf er okkur slétt sama um?
    Þú segir: Við ásælumst peninga foreldranna, en stendur slétt (á) sama um menningararf okkar.
    Er það menningararfurinn fjölskyldan sem uppeldisstofnun?
    Skólatannlækningar?
    Endilega segðu mér það – ég hef svo mikinn áhuga á menningararfi okkar.

  • Það er þetta með skólann og tannlækningar. Viltu rökstyðja þessa fullyrðingu eitthvað frekar? Hvenær hættu skólatannlækningar og hvernig hefur þróunin verið síðan þá? Ég er nefnilega nokkuð viss um að þú sért að búa þér til orsakasamhengi sem ekki gengur alveg upp þarna.

  • Einar Jörundsson

    Að venju kemur Baldur með áhugaverðan pistil sem er til þess fallinn að vekja málefnalega umræðu um lífið og tilveruna. Enn einu sinni get ég ekki stillt mig um að leggja orð í belg.

    Trú í skilningi tilbeiðslu á að mínu mati ekki erindi í almenna skóla, en trúarbrögð eru órjúfanlegur hluti af lífi langflestra á einn eða annan hátt – líka okkar sem erum guðleysingjar (atheists).

    Menningararfur okkar er nátengdur kirkjusögunni og kristinni trú, en íslendingar hafa þó haldið tryggð við gamlar náttúruvættir og verið opnir fyrir nýjum leiðum til að svala sinni trúarþörf.

    Grundvallarboðskapur í kennisetningum trúboða á borð við Krist, Muhameð, Budda, á erindi við okkur öll. Ekki síður þó orð og kenningar heimspekinga eins og Plato og Spinoza, eða seinni tíma snillinga eins Einstein, Hawking og Dawkins.

    Umburðarlyndi í trúarlegum og andlegum efnum er arfleifð sem við megum ekki missa sjónar á í umræðunni um trú og trúarbrögð í skólum – AMEN.

  • Guðmundur

    Egill: Baldur er ekki einn um að tengja þetta tvennt, skólatannlækningar og tannhirðu. Sjá t.d. hér: http://www.tannsi.is/frettir/nr/472/ Í raun sé ég ekki af hverju þér kemur á óvart að Baldur sjái samhengi þarna á milli, það hefur verið talsverð umræða um þetta á síðustu vikum eftir að í ljós kom að tannskemmdir hjá íslenskum börnum eru mun meiri en hjá jafnöldrum þeirra á Norðurlöndunum. Þú þarft í það minnsta að koma með haldbær rök fyrir því að þarna sé ekkert orsakasamhengi.

Höfundur