Mánudagur 07.03.2011 - 19:34 - Lokað fyrir ummæli

Bændur, verið óhræddir, því …….

Nokkur ár síðan ég reyndi að segja forystumanni íslenskum að ekki væri allt sem sýndist með að finnskur landbúnaður hefði farið illa út út úr ESB aðild.  Ekki var hlustað, menn eru fastir fyrir. Þetta var eftir samræður sem ég átti við finnskar mannvitsbrekkur. Nú hefur Þröstur Haraldsson leitt rök að því sama í ríkara mæli enda lengra um liðið. Breytingar á finnskum landbúnaði er breytingar tímans ekkert ósvipaðar því sem hafa orðið hér en margskonar evrópsk útfærsla hefur styrkt byggð í Finnlandi og æ fleiri forystumenn bænda þar telja að finnskum landbúnaði sé betur borgið innan ESB en utan.

Ótti forystu bænda við ESB er þegar öllu er á botninn hvollft ótti við breytingar, ótti við framtíðina. ESB eða ekki, dregið verður úr tollum og viðskiptahindrunum, en innan ESB er lögð áhersla á að styrkja byggð og búsetu á dreifbýlum svæðum.  Bændur eiga auðvitað að haska sér í það að nútímavæða framleiðslu sína og búa í haginn fyrir þann tíma þegar tollmúrar hrynja eins og múrar Jeríkó og þeir geta flutt framleiðslu sína óhindrað út, beint frá býli ef því er að skipta.  Bændur, verið óhræddir,  því…….

Landbúnaði stafar ekki hætta af ESB.  Landbúnaði á Íslandi stafar fyrst og fremst hætta af lögum frá 2003 sem afléttu ábúendaskyldu á jörðum. Þá var Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • góður Baldur . . .

  • Bændur, verið óhræddir, því yður er í dag fæddur Baldur hinn hvíti sem er ljós heimsins, sannleikurinn og lífið og færir yður heilagan boðskap um finnskan landbúnað og guðlega og eilífa forsjón í faðmi ESB um aldir alda.
    Svo íslenskir bændur, fallið fram og bergið af bikar Baldurs hins hvíta, frelsarans, og etið brauðið úr lófa hans og að yður mun hvorki sækja hungur né þorsti og þér munuð umfaðmaðir verða meðan sól vermir jörðu og tungl og stjörnur vísa yður veginn þegar myrkva tekur.

  • Baldurkr

    Ístað þess að eyða ummælum hér að ofan ætla ég að segja. Ofangreint komment lýsir greindarskorti en alls engum húmor. Hefur enginn verið hreinskilinn við GSS? Þessi þráður var þegar spunninn í fyrirsögn.

  • Gísli Ingvarsson

    Athyglisvert er að heyra ræðu Formanns Bændasamtakanna. Þó maður horfi fram hjá þröngsýnu ofstæki í garð alls sem frá ESB getur hugsanlega komið í ræðu þessa ágæta manns þá blöskrar mér framtíðarsýnin fyrir íslenskan landbúnað „að bændur muni geta framleitt fyrir vaxandi markaði utan ESB“ að vaxtarbroddur landbúnaðarins liggi þar. Þetta er því miður ótrúleg þvæla. Það eru engar forsendur fyrir stórfeldri söluhefðbundinnar íslenskrar landbúnaðarframleiðslu nema hérlendis. Það er sífellt verið að slá ryki í augun á bændum og uppdráttarsýki hugarfars og vöruþróunar stefnir í að verða algjör og bændum bráðum ekki viðbjargandi. Það er fráleitt að íslenskir neytendur og skattgreiðendur geti haldið úti núverandi styrkjakerfi. Hvort ESB getur lagt lið veit ég hreinlega ekki en það vita bændur heldur ekki vegna þess að þeir kæra sig kollótta. Þannig stefna þeir rakleiðis inn í blindgötuna sem forystan þeirra rekur þá einsog rollur í réttir.

Höfundur