Föstudagur 01.04.2011 - 09:36 - Lokað fyrir ummæli

Einbeittur höfnunarvilji!

Nú er best að fara varlega.  En sú spurning vaknar: Hvers vegna má ekki Priyönku Thapa Nepölsk stúlka búa hér?  Af mannúðarástæðum eða bara án ástæðna?  Af hverju er hún ekki boðin velkomin og fjöldamargir aðrir sem vilja vera hér en fá ekki?  Er þetta fólk ekki nógu ríkt? Erum við of mörg?  Ég lít út um gluggann hjá mér og ég sé nægt rými.  Ég hef satt að segja aldrei skilið þessa stefnu íslenskra stjórnvalda að senda þá kerfisbundið í burtu sem hér vilja vera. Nú er óþægilegt að spyrja út í einstök mál. Sérstakar ástæður geta legið að baki synjun,  í stöku tilfelli getur verið glæpón á ferð. En mér finnst stjórnvöld skulda okkur skýringar á þessum einbeitta höfnunarvilja sem birst hefur í veruleikanum í köldum og gráum úrskurðum Útleningastofnunar á undanförnum árum og áratugum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Björgvin Valur

    Sammála!

  • Mr. Crane

    Það er alveg ljóst að Útlendinga(haturs)stofnun getur ekki skýlt sér á bak við lögin. Þarna er um mat starfsmanna að ræða.

  • Stærsti kosturinn við Ísland er sá hversu fáir búa hér.

    Þetta segir sjálf Svandís Svavarsdóttir.

    Hér er því verið að framfylgja stefnu norrænu velferðarstjórnarinnar.

    Ljóst er að Útlendingastofnun er mikilvægt tæki í framkvæmd stefnu stjórnar félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar.

    Nú vantar bara Íslendingastofnun.

    Þá verður sko hægt að fækka landsmönnum verulega með skipulegum brottflutningi í stað þess að hrekja þá beinlínis úr landi eins og nú er gert.

  • Þetta er hin mesta efnisstúlka.

    Að sjálfsögðu er henni velkomið að vera áfram.

    Það eru nákvæmlega svona útlendingar sem við viljum hingað.

    Fólk sem leggur hart að sér og eykur við mannauð okkar.

Höfundur