Óstjórnleg ESB móðursýki í sumum mönnum. Hvað er að óttast þó við göngum í ESB? Við erum þegar mestanpart þar inni og það eina sem breytist er að við komumst að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar. Engin þjóð í ESB hefur áhyggjur af sjálfstæði sínu. Þetta er bandalag sjálfstæðra þjóða. Með fullri aðild opnast gríðarlegt markaðssvæði fyrir framleiðsluuvörur okkar. Menning okkar myndi styrkjast. Mannréttindi aukast. Stjórnsýslan verða betri. Lífskjör almennings myndu batna. Það eru meira að segja líkur á því að bændum hætti að fækka en búum hefur fækkað hrikalega hérlendis undanfarinn áratug. Samt truflast sumir menn hreint og beint þegar kemur að þessu nánast sjálfsagða máli sem innganga í ESB er?
Já ég hef séð annars yfirvegað fólk missa stjórn á skapi sínu þegar minnst er á ES rétt eins og einhver hefði veist að persónu og heiðri viðkomandi.
Líkast móðursýkiskasti.
Þó láta flestir sér nægja að fara með staðreyndavillur og innantóma frasa þegar rætt er um ES. Virkar á mig eins og þeim standi fullkomlega á sama um staðreyndir málsins, það er bara ekki áhugavert og þeim „finnst“ eitthvað vera óhuggulegt við þetta „apparat“.
Óáþreifanleg ógn. Við og þeir.
Sæll Baldur. Ég held barasta að ég sé sammála þér um allt (nema jesú).
Kveðja, Kalli.
Hvað er að óttast við það að leiða einhvern en vilja svo taka höndina af við háls.
„Engin þjóð í ESB hefur áhyggur af sjálfstæði sínu“ ?
Hvað með breta, íra, skota, portúgali, spánverja eða grikki?
…og eflaust fleiri, maltverja t.d. eða finna. Nei nei, þar eru allir bara hamingjusamir í ESB.
Við höfum þessi markaðssvæði nú þegar og miklu fleiri til sem glatast með innlimun.
Lífsskylirðum okkar myndi hraka stöðugt eins og Nýfundnalendingar máttu komast að með inngöngu í ríkjasamband Kanada.
Stóru euro-bissness fyrirtækin myndu éta hér alla framleiðslu upp til agna á stuttum tíma. Þetta ESB styrkjatal er okkur ekki samboðið.
Annarlega hagsmuni tel ég hjóta að vera skýringuna.