Það er með hreinum ólíkindum hvað Íslendingum hefur tekist að spila illa úr komu sinni hingað til lands. Þetta var aldrei fyrirmyndarríki útlaga sem ekki gátu sætt sig sameinaðan Noreg. Þeir sem fluttu hingað voru þeir sem ekki gátu sætt sig við breytta tíma – vildu áfram fá að vera sjálfstæðir smáhöfðingjar í stöðugum innbyrðis bardögum, sitjandi á stöðugum svikráðum hver við annann. Þjóðfélagsþróunin í Noregi líkt og öðrum löndum álfunnar var í áttina til stærri og skipulagðari ríkja, áttina til þess sem varð og er í dag. Okkar menn viku sér undan þróuninni. Flúðu til fjarlærgrar eyjar og héldu sínum upptekna hætti, börðust innbyrðis á meðan bókmenntafólkið skapaði ódauðleg listaverk um þessa hegðun. Þetta ástand gekk ekki lengi og eftir nokkra mannsaldra var þetta fólk komið undir Noregskonung, síðar Dani, það kólnaði. Menn höfðu eytt birkiskógum. Fólk hírðist hér við illan kost í sjö hundruð ár, framtakslaust, forystulaust, alið var á andúð í garð Dana og annarra útlendinga. Þjóðin varð bláfátæk. Auðlindin í sjónum lá ónotuð svo og verksvit og samtakamáttur, hörmulegt tímabil í sögu þjóðar sem var fátækust þjóða í Evrópu öldum saman.
Skrifstofumaður á launum hjá Dönum Jón Sigurðsson annaðist sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar sem hoppaði út úr Danska konungsríkinu í miðri heimsstyrjöld til þess að lenda ,,de facto“ á yfirráðasvæði Bandaríkjamanna. Þjóðin varð rík en kunni ekki fótum sínum forráð. Eins og með flestum litlum þjóðum náðu tiltölulega þröngar klíkur völdum og héldu þeim þar til oflátungshátturinn skilaði sér í allsherjar hruni og enn er hver höndin upp á móti annarri, engin samstaða um neitt, bak við tjöldin er nánast blóðug barátta um auð og völd og líkt og í allri sögu þjóðarinnar gengur þeim einna best sem tala illa um vonda útlendinga. það má því segja svona í snarheitum að Íslendingar séu illa heppnað fyrirbrigði.
Mjög þarfur pistill fyrir heimska þjóð. Það kemur fram í minnsta kosti einni athugasemd að Bandaríkjamenn fengu Íslendinga til að lýsa yfir sjálfstæði sínu 1944. Ísland hefur ekki verið sjálfstætt ríki síðan á þrettándu öld þegar landið fór undir Noreg. Árið 1944 fór Ísland í raun undir Bandaríkjaforseta. Wikileak skýrslunar staðfesta þetta þar sem þær lýsa öllum heimsóknunum í Bandariska sendiráðið til að taka við fyrirmælum. Bandaríkjamenn slepptu aðeins höndinni af þjóðinni og tóku herinn burt. Annað hvort voru þeir að forðast íslenska efnhagsundrið eða eitthvað annað, alla vega tók það þjóðina aðeins örfá ár að koma sér á hausinn eftir að kanarnir nenntu ekki að stjórna okkur.
Baldur:
Ef til vill er svona kollektívt brjálæði eins og hér tíðkast fylgikvilli fámennra „tribal“ eyþjóða. Sem dæmi má taka „cargo cults“ á eyjum vestast á Kyrrahafi. Um þær má lesa í bók Peter Worsley „The trumpet shall sound: a study of „cargo“ cults in Melanesia“.
The truth hurts
Er það nú Páskahugvekja frá manni sem telst til guðsmanns og vill láta taka sig alvarlega.
Þetta er ekkert annað en helgispjöll að tala svona niður til Íslenskrar þjóðar og að draga svona ömurlega mynd upp af okkur Íslendingum.
Hvar er föðurlandsástin í þessum skrifum?
En tilgangurinn helgar meðalið.
Á milli línanna má nefnilega lesa að okkur sé hollast að ganga ESB á hönd því við erum svo ömurleg og verðum það áfram gerum við það ekki.
Ps. Mér finnst hann nú frekar vera að lýsa stjórnartímabili núverandi stjórnvalda.