Lýðskrumsflokkum sem ala á útlendingaótta hefur vaxið fiskur um hrygg í Evrópu á undanförnum árum og misserum. Tónn forsvarsmanna meginflokka hefur sem viðbragð við þessu orðið óbilgjarnari í garð útlendinga en þeir hafa þó gætt sín að fara ekki yfir ákveðin strik. Hér á Íslandi hafa smáflokkar jafnt sem meginflokkar verið til fyrirmyndar enda Íslendingar umburðarlyndir og mannelskir upp til hópa. Nú hefur formaður Framsóknarflokksins vikið frá þessum gildum sem mótuð hafa verið bæði á vettvangi Evrópuráðsins og Evrópusambandsins og tengir sama glæpi og útlendinga í lýðskrumsfyrirspurn á Alþingi Íslendinga. Gamlir og grónir Framsóknarmenn ættu að taka formanninn á hné sér og kenna honum að ræða þessi mál án þess að ala á úlfúð í garð þeirra samborgara okkar sem eru af erlendum bergi brotnir eða innflytjenda og hælisleitenda almennt.
Kjósendur spörkuðu Frjálslynda flokknum út af borðinu fyrir sams konar tilburði.
Annað eiga þessir lýðskrumsflokkar sameiginlega. Þeir vilja allir „vernda siðinn í landinu“. Þessi umræða er alls ekki bundin við stjórnmálaflokka.
Það mega semsagt fleiri stofnanir skoða málflutning sinn og síns fólks varðandi útlendingaótta.
FJöldi útlendinga í íslenskum fangelsum er ekki í neinum tengslum við fjölda þeirra í landinu.
Það er greinilega eitthvað að, og það þarf að ræða hvað það er.
Að vilja ævinlega afgreiða vandamál tengd útlendingum sem rasimsa, það er lýðskrum.
Þessa hluti verður að vera hægt að ræða málefnalega án þess að eiga á hættu að verða kallaður rasisti af lýðskrumurum.
Sæll Baldur
Það er nákvæmlega ekkert við fyrirspurnir Sigmundar Davíðs sem elur á „úlfúð í garð þeirra samborgara okkar sem eru af erlendum bergi brotnir eða innflytjenda og hælisleitenda almennt“ eins og þú orðar það.
Það er hreint óskiljanlegt hvernig þú færð þetta út úr einfaldri fyrirspurnum sem reynir að leiða í ljós hvort erlendum ríkisborgurum hafi fjölgað eftir innleiðingu Schengen samstarfsins.
Það er því miður þekkt stærð í fjölmörgum Evrópuríkjum að glæpamenn og skipulögð glæpasamtök hér og þar í álfunni hafa nýtt sér eftirlitsleysið sem fylgir Schengen samstarfinu til að færa kvíar sínar út til annarra ríkja. Þetta þekkja menn vel t.d. í Þýskalandi.
Það er nákvæmlega ekkert óeðlilegt við að spyrja sömu spurninga hér á landi og gert er í sama samhengi annarsstaðar í Evrópu.
Hvað þá að í því felist einhvers konar andúð á útlendingum eða að með því sé alið á úlfúð gegn erlendum samborgurum eða hælisleitendum. Þetta er hreint rakið kjaftæði hjá þér!
„…leiða í ljós hvort erlendum ríkisborgurum hafi fjölgað í fangelsum“ átti þetta auðvitað að vera.