Lýðskrumsflokkum sem ala á útlendingaótta hefur vaxið fiskur um hrygg í Evrópu á undanförnum árum og misserum. Tónn forsvarsmanna meginflokka hefur sem viðbragð við þessu orðið óbilgjarnari í garð útlendinga en þeir hafa þó gætt sín að fara ekki yfir ákveðin strik. Hér á Íslandi hafa smáflokkar jafnt sem meginflokkar verið til fyrirmyndar enda Íslendingar umburðarlyndir og mannelskir upp til hópa. Nú hefur formaður Framsóknarflokksins vikið frá þessum gildum sem mótuð hafa verið bæði á vettvangi Evrópuráðsins og Evrópusambandsins og tengir sama glæpi og útlendinga í lýðskrumsfyrirspurn á Alþingi Íslendinga. Gamlir og grónir Framsóknarmenn ættu að taka formanninn á hné sér og kenna honum að ræða þessi mál án þess að ala á úlfúð í garð þeirra samborgara okkar sem eru af erlendum bergi brotnir eða innflytjenda og hælisleitenda almennt.
Kjósendur spörkuðu Frjálslynda flokknum út af borðinu fyrir sams konar tilburði.
Karlmenn með lágt menntunarstig eru uppistaðan af þeim sem eru í fangelsum, bæði á Íslandi og erlendis. Þar sem þessi hópur er stærri hluti af erlendum ríkisborgurum á Íslandi en af íslenskum ríkisborgurum á Íslandi gætir þessa í tölfræði um erlenda ríkisborgara. Félagsleg vandamál meðal útlendinga eru raunveruleg en það þarf að taka á þeim með almennum félagslegum aðgerðum, enda eru félagsleg vandamál þeirra ekki eðlisólík félagslegum vandamálum meðal íslenskra ríkisborgara.
Þetta kemur alls ekki á óvart frá Sigmundi. Hann er búinn að vera á leið til ofstækisins lengri. Framsóknarmennirnir faðir minn og afi heitinn hefðu tekið Sigmund og rassskellt fyrir þessa fyrirspurn.
Er ekki heilaga ESB ríkið Danmörk orðið eitt allsherjar rasistaríki?
Okkur berast fréttir af því að erlend mótorhjólagengi séu að festa hér rætur. Það eitt réttlætir þessar vangaveltur.
Danir eru að velta því sama fyrir sér.
Þetta er mjög eðlilega spurning og tengist rasisma ekki neitt. Það gera bara þeir sem eru hræddir við þá staðreynd að Framsóknarflokkurinn er að byrja að sækja á og það má alls ekki gerast í huga sumra.
Öll statistík segir að ungir menn tja 18-30 ára eru líklegastir til þess að brjóta af sér. flestir Innflytjendur eru 18-30 ára þannig að…..
Ég er nokkud viss um að hlutfall 18-30 ára Íslendinga og Útlendinga sem brjóta af sér sé svipað.