Mánudagur 30.05.2011 - 11:03 - Lokað fyrir ummæli

Að reisa Ísland úr rústum!

Í raun og veru eru ekki til nema tvær stjórnmálastefnur jafnaðarstefna sem byggir á að forsenda góðs samfélag og góðs mannlífs byggi á jöfnuði meðal fólks. Þess vegna beri að halda jöfnuði fram fyrst.  Síðan er frjálshyggjustefna sem byggir á því að ójöfnuður leiði af sér bestu útkomuna fyrir alla þegar upp er staðið.  Þess vegna komi frelsið fyrst.  Samfylkingin annars vegar og Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar standa fyrir þessar tvær grundvallarstefnur.  Eðlilega eru málsvarar jafnaðarstefnu  við völd þegar við byggjum upp nýtt Ísland eftir að Ísland hrundi með hina síðarnefndu við stýrið.  Jafnaðarmönnum virðist vera að takast hið sögulega ætlunarverk sitt að reisa Ísland úr rústum.  Spyrja skal þó að leikslokum.

Ekki verður séð að Vinstri grænir eða Framsóknarmenn hafi annað hlutverk en að styðja við helstu merkisbera grunnstefjanna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Hólmfríður Pétursdóttir

    Ég er hrædd um að pólitík verði seint svona einföld. Hún á það sameiginlegt með hagfræðinni að viðbrögð einstklinga og þarfir þeirra verða stefnum yfirsterkari.
    Mér hugnast betur miðju pragmatík, en kanta einstrengisháttur, sem vill drífa í gegn afdrifarík mál, sem mér finnst að ræða ætti þar til sátt næst.

  • Nú hafa pólitísk trúarbrögð ruglað klerkinn í ríminu og afvegaleitt. Jafnaðarmenn á Íslandi hafa aldrei reist nokkurn skapaðan hlut úr rústum. Þvert á móti hafa þeir lagt sitt að mörkum til að leggja landið í rúst. Í upphafi sjötta áratugarins voru það íslenskir sosíalistar með aðstoð Sálfstæðisflokks(Ólafs Thors) sem reistu landið úr fátækt og atvinnuleysi með nýsköpun og framförum. Eftir „Viðreisnarhrun“ Jafnaðarmanna, í upphafi áttunda áratugarins, voru það aftur íslenskir sósíalistar sem reistu landið úr öskustónni (Magnús Kjartansson með aðstoð Hannials og Óla Jó). Og núna, eftir frjálshyggjuhrunið, hafa sósíallistar enn og aftur þurft að draga vagninn og reisa landið við, Steingrímur og Jóhanna. Vissulega hafa sjálfumglaðir villikettir í hópi Steingríms tafið fyrir en hann sjálfur er margra manna maki og hefur unnið það upp.

  • Pétur! Thú ert ekki med grádu í stjórnmálafrædi eins og klerkur enda er útlegging hans miklu viturlegri en thín. Kv. B

  • Hrafn Arnarson

    Líklega er ekki hægt að stilla málinu svona upp. Sjálfstæðisflokkurinn nær mikill stærð og fylgi í verkalýðsstétt vegna þess að hann tekur upp ýmis mál frá jafnaðarmönnum. Ef við segjum að frelsi , réttlæti og jöfnuður séu grunngildi þá raða jafnaðarmenn og hægrimenn á mismunandi hátt. Jafnaðarmenn myndu segja að réttlæti útiloki ójöfnuð en hægrimenn myndu segja að frelsi sé grunngildi og réttlæti séu jöfn tækifæri en ekki jöfnuður. Frelsi jafnaðarmanna er jákvætt frelsi allra en frelsi hægrimanna er neikvætt frelsiþ.e. að vera laus við afskipti ríkisvaldsins. Hugmyndir um ríkisvaldið og hlutverk þess eru í grundvallaratriðum ólíkar hjá hægri mönnum og jafnaðarmönnum.

Höfundur