Miðvikudagur 08.06.2011 - 08:58 - Lokað fyrir ummæli

Össur leiðbeinir Framsóknarmönnum!

Of snemmt er að tilnefna merkustu stjórnmálamenn í upphafi 21. aldar þó að vissulega verði nöfn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar framarlega. En liprasti stjórnmálamaðurinn nú um stundir er án efa Össur Skarphéðinsson.  Það er eins með hann og Jón Baldvin, talaður niður af andstæðingunum og saklausir Framsóknarmenn fjarri höfuðstöðvunum hafa það fyrir satt að þetta séu hræðilegar skepnur sem vilji selja landið og rústa landbúnaðinum. Össur ber hins vegar af flestum þingmönnum sakir mælsku og skemmtilegheita og vits og nú er hann orðinn leibeinandi Framsóknarmanna – farinn að kenna þeim hvað þeir hafa samþykkt á flokksþingum sínum.  Hann getur nú ekki farið alveg í fótspor Jónasar frá Hriflu og stofnað bæði Alþýðuflokk/Samfylkingu og Framsóknarflokk en hann er á góðri leið með að verða helsti leiðbeinandi beggja.  En hann á eftir stærsta afrek sitt. Að sigla hinu íslenska lasakaða fleyi inn í ESB til hagsbóta fyrir allan almenning og til að tryggja fullveldi þjóðarinnar. Takist honum það verður hann án efa merkasti stjórnmálamaðurinn á fyrri hluta 21. aldar.

Ps. Athugasemdir  á facebook.com

Tilefni: Án tilefnis

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur