Fimmtudagur 09.06.2011 - 08:57 - Lokað fyrir ummæli

Góð ríkisstjórn á réttri leið!

Ég settist niður fyrir framan sjónvarpið í gær tilbúinn til að gerast stjórnarandstæðingur enda hef ég fengið Moggann í tilraunaáskrift þennan mánuðinn og hélt satt að segja að hér væri allt í kaldakoli.  Allt á leið til andskotans og skrýmslið ESB væri auk þess við landsteina tilbúið að gleypa landið með húð og hári til þess að geta hafið siglingar á Norðurpólinn.  En ég verð að segja alveg eins og er að ef marka má ræður gærkvöldsins þá er þetta farsæl ríkisstjórn.  Allaveganna báru ræður stjórnarsinna af ræðum stjórnarandstæðinga sem voru líka ókurteisir í garð Jóhönnu og stjórnarinnar.  það rifjaðist upp fyrir mér í gær að hér varð nánast þjóðargjaldþrot.  Að þessi stjórn tók við í neyðarástandi sem hafði skapast og heitir Hrun og nú eftir aðeins tvö/þrjú ár  er staða okkar svipuð og annarra Evrópuþjóða.  Steingrímur og Jóhanna og co. eru samkvæmt ræðum gærkvöldsins með þjóðina í mjög góðum málum og þó að Hreyfingin vilji  hafa endurreist heimilin en ekki bankana þá blasir það nú við öllu hugsandi fólki að endurreisn bankanna var forsenda þess að endurreisn væri yfirhöfuð möguleg.   En sem sagt:  Ríkisstjórnin hefur fullt umboð mitt áfram.

Ps. Athugasemdir er hægt að gera á facebook.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur