Föstudagur 10.06.2011 - 08:56 - Lokað fyrir ummæli

Hugur Guðna er ESB hugur!

Harðna nú dagarnir hjá hinum mikla jöfri Guðna Ágústssyni.  Hallur Magnússon hefur sýnt fram á að Guðni er á móti ESB vegna misskilnings. Í DV í dag gagnrýnir Guðni þann íslenska nývakta bændasið að láta ekki kýrnar út sér til hagræðis heldur halda blessuðum skepnunum innan dyra allt sitt líf.  Guðna er mikið niðri fyrir í gagnrýni sinni og skal tekið undir þá gagnrýni.

En Guðni kynni að eiga sér óvæntan bandamann.  Ég sé ekki betur en samkvæmt Council Directive 98/58/EC yrði skylda að setja blessaðar kýrnar út að sumarlagi. Þar er tryggður réttur blessaðrar skepnunnar til þess að fá að njóta eðlilegrar kringumstæðna til að fá útrás fyrir eðlilega hegðun sína.  Að auki eru margskonar verndarákvæði þannig að vei þeim bónda sem fer illa með skepnur sínar.  Meir og meir upplýkst það að hugur Guðna er ESB hugur.  Fyrr en varir gengur hann í lið með Halli, mér og blessuðum skepnunum í baráttunni fyrir ESB aðild.

Nema þá að landbúnaðarmafíunni svokölluðu takist að fá undanþágur frá þessum ákvæðum.

Athugasemdir má gera á facebook.com

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur