Færslur fyrir júní, 2011

Mánudagur 06.06 2011 - 09:10

Jón Baldvin merkasti stjórnmálamaðurinn!

Jón Baldvin Hannibalsson er án efa merkasti íslenski stjórnmálamaðurinn á ofanverðri 20. öld. Honum getum við þakkað EES aðildina og hann á  heiðurinn af því að Íslendingar tóku frumkvæðið í því að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna.  Jón Baldvin var og er óhefðbundinn stjórnmálamaður, gáfaður, skemmtilegur, víðförull, vel lesinn og ekki í kjaftinum á neinum hagsmunasamtökum. Maður alþýðu enda […]

Sunnudagur 05.06 2011 - 09:26

Að komast lifandi út!

Varðandi leiðir til að sækja fiskinn.  Um slíkar leiðir deila menn af miklum krafti. Það er einkum tvennt sem kristin kirkja á sjálfsagðan rétt til að benda á. Hið fyrra er að sótt sé eftir réttlæti. Hvaða aðferð sem verður ofaná sé tryggt að hún sé réttlát.  Réttlæti er eitt af grundvallarstefjum kristinnar trúar og […]

Laugardagur 04.06 2011 - 11:26

Bændur en ekki fiskimenn- hitað upp fyrir sjómannadag!

Það er í raun og veru merkilegt að velta því fyrir sér að Íslendingar urðu bændur og búendakarlar en ekki farmenn og fiskimenn.  Landið byggðist vegna landþrengsla í Noregi Í Noregi var fjöldinn allur af smákonungum sem börðust á banaspjótum.  Menn fóru milli fjarða yfir heiðar eða á skipum til að drepa hvorn annann og […]

Föstudagur 03.06 2011 - 09:22

Reynslulausir, illa lesnir reykingamenn!

Neikvæð viðbrögð við tóbaksvarnartillögu Sivjar Friðleifsdóttur bera það með sér að elítan er orðin stirð að hugsa eftir þriggja ára endalausa hrunumræðu. Tillaga Sivjar er í samræmi við alþjóðlega þróun. Það er verið að ýta tóbaki út úr menningunni.   Ef Guð lofar mun tóbak syngja sitt síðasta með Bjarna Harðarsyni og kynslóð hans en gáfaði bóksalinn […]

Fimmtudagur 02.06 2011 - 10:44

Blessaðir útlendingarnir!

Þessi fallegi dagur syngur Bubbi Morthens og gæti alveg átt við þennan dag sem er hlýr og kyrrlátur, bjartur, léttur skýjahjúpur yfir, grösin græn, fólkið í fallegum fötum, vel búið, tignarlegt, börnin hlaupandi um glöð og áhyggjulaus.  Skepnunum líður vel á þessum árstíma, kýrnar nýkomnar út þó lítið sé eftir af þeim hér um slóðir […]

Höfundur