Mánudagur 25.07.2011 - 10:13 - Lokað fyrir ummæli

Tjáningafrelsi án skilyrða er marklaust!

Í tillögum stjórnlagaráðs sakna ég banns við hatursáróðri/ræðum.  Heimild til slíks á að vera í stjórnarskrá. Einnig þarf heimild til að banna félagasamtök sem hafa kynþáttahatur/ofbeldi á stefnuskrá sinni og vefsíður sem leyfa slíkt.  Þar þarf þverþjóðlegt samstarf.  Banna á prentun og útgáfu á efni sem elur á kynþáttahatri/ofbeldi.  Í þessum efnum ættum við að ganga í smiðju til Þjóðverja.  Nýjustu hörmulegir atburðir í Noregi ættu að verða til þess að menn litu til ráðlegginga Evróðuráðsins, í mynd ECRI, í þessum efnum.

Annars votta ég Norðmönnum mína dýpstu samúð og sendi vinum mínum þar sérstakar samúðarkveðjur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Julian Isaacs

    Now Baldur, do you think you get rid of hate by banning hate speech? I believe it´s far better to know what people actually think and believe than create a situation where people are afraid to express their views, however unpleasant you or I would find those views. Banning hate speech is a fascist and anti-democratic solution to very complicated problems, I am with the Americans on this one. When you are suggesting that we look to Germany for models of legislation, we should not forget that it was in that nation that Nazi thinking developed in the way it did. Banning hate speech is an extension of this tradition.

  • Það lá fyrir að málsmetandi félagar norska fjöldamorðingjans brygðust við kalli hans, en að „frjálslyndir“ jafnaðarmenn hlýddu kallinu veldur nokkrum vonbrigðum.

  • Eyjólfur

    Tek heilshugar undir með Julian / I agree wholeheartedly with Julian.

    Bönn, marginalisering og ritskoðun munu aldrei leysa svona vanda. Aldrei.

  • Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

    Allar takmarkanir á mál- og prentfrelsi eru hættulegar og þjóna fyrst og fremst ríkjandi stjórnvöldum. Ótal dæmi eru um slíkt, sbr. ástandið í Sýrlandi og nýleg lög í Ísrael sem banna fólki að sniðganga vörur, og ekki er langt síðan Þórbergur Þórðarson, rithöfundur, var dæmdur af Hæstarétti fyrir að tala illa um Hitler!

Höfundur