Andorramenn hafa áhyggjur af fólksfækkun. Færri vilja setjast þar að en áður vegna þess að landið er utan Evrópusambandsins og efnhagssvæðis Evrópu og íbúar þar geta af þeim sökum ekki flutt óhindrað milli landa í Evrópu. Fólk vill því frekar búa á Spáni eða í Frakklandi. Þannig væri Ísland Guðna Ágústssonar og Jóns Bjarnasonar, utan evrópska efnahagssvæðisins. Ungt fólk vill í auknum mæli búa þar sem það er frjálst. Kærir sig ekki um yfirvöld sem halda þeim í fjötrum tolla, leyfa og í nauðungarbúðum ónýts gjaldmiðils.
Hvar finn ég fréttir þessa efnis um Andorra ? Það eru líka fleiri smáríki í Evrópu utan Evrópusambandsins. Svo sem Monaco, Lichtenstein og síðan San Marino.
Þú veist að Andorra er með Evruna er það ekki, og að þó Andorra standi utan Schengen hefur það mjög svipaða stöðu gagnvart ESB og Ísland. Þá er hagkerfi með mjög svipaða styrk- og veikleika og nágrannaríkin nema hvað atvinnuleysi hefur verið hverfandi vandamál. Það er því ekki sérlega gott dæmi um þá hagfræðilegu martröð sem það er að standa utan ESB.
Að lokum vil ég biðja þig um í framtíðinni að forðast orðalag þar sem þú gerir fólki sem þú ert ósammála upp að það vilji setja fólk í nauðungarbúðir. Það er ekkert betra en landráðatalið á hinum vængnum. Við erum öll bara Íslendingar að reyna að finna leið fyrir samfélagið okkar á erfiðum tímum og eigum ekki að þurfa að tala svona um hvort annað.
Heimild:http://en.wikipedia.org/wiki/Andorra
„Andorra is not a member of the European Union, but enjoys a special relationship with it, such as being treated as an EU member for trade in manufactured goods (no tariffs) and as a non-EU member for agricultural products. Andorra lacked a currency of its own and used both the French franc and the Spanish peseta in banking transactions until 31 December 1999, when both currencies were replaced by the EU’s single currency, the euro. Coins and notes of both the franc and the peseta remained legal tender in Andorra until 31 December 2002. Andorra is negotiating to issue its own euro coins.
Andorra has one of the world’s lowest unemployment rates, with the statistics on June 2009 showing almost 0% unemployment within the country.“
Andorra er meò tvíhliòa samning viò EB. Thessi tilvísun í Andorra endurspeglar àhyggjur Andorramanna Sem ég ræddi vid. íbúar Andorra eru 80 thúsund, har af eru bara um helmingur ríkisborgarar thar. Hinir eru Spanverjar, frakkar og portúgalir og thad er einkum aò tví fólki fækki Sem their hafa àhyggjur, thad er aò Theim fækki af àstæòum Sem ég nefndi. En jafnvel hinum líka. kV.. B
Héòinn. Thú mislest. Ég er ekki aò tala Illa um nokkurn Mann.. Nauòungarbúòir krónunnar er greinileg myndlíking. kV. B