Nátttröll eins og Friðrik Schram forstöðumaður íslensku Kristskirkjunnar verða að fá að vera til en þau eiga ekki að geta flaggað neins konar opinberum stimpli eða viðurkenningu. Og þjóðkirkjan á annað hvort að fá löggildingu á hugtakinu prestur eða taka upp annað heiti á klerkdóminum. Klerkar íslensku þjóðkirkjunnar hafa áttað sig á því grundvallaratriði eins og meginþorri Íslendinga að fólk ber að virða og meta á þess eigin forsendum án tillits til kyns, kynhneigðar, litarháttar, uppruna, trúar eða neins konar annarskonar ómálefnalegrar ástæðu. Við eigum ekki að líða það að nokkur hópur sé settur skör lægra en aðrir af þeim ástæðum sem nefndar hafa verið og/eða mismunað gegn honum með nokkrum hætti hvorki í verki, ræðu né riti. Sá á að vera grundvöllur hugsana okkar og rímar vel við mannhelgishugmynd Krists sem Kristskirkjan ætti ekki að kenna sig við.
Heilmargt í þessu, Baldur.
Þetta má auðvitað líka heimfæra á túfélögin sem slík. Þau geta verið grundvölluð á allskonar fordómum, miðaldarugli og vafasömum heilaþvætti en fá samt auðveldlega „opinberan stimpil“ og þarmeð hlutdeild í sóknargjöldum úr ríkissjóði. (Sóknargjöldin eru jú bara „partur“ af tekjuskattinum). Helsta skilyrðið er jú bara „að um sé að ræða félag sem leggur stund á átrúnað eða trú sem tengja má við þau trúarbrögð mannkyns sem eiga sér sögulegar eða menningarlegar rætur.“
Hér stangast á jafnræðissjónarmið (jafnræði milli Þjóðkirkju og annarra trúfélaga) og það sjónarmið af hverju ríkið sé að styðja félög sem útbreiða fordóma (með þvi að leyfa þeim að „innheimta“ félagsgjöld í gegnum tekjuskatt).
Gott mál Baldur, var einmitt að velta þessu fyrir mér…
Ég sé ekki – Einar – annað en að Baldur sé að setja út á að hugtakið prestur sé notað þegar vísað er til forstöðumanns ísl.kristskirkjunnar – Friðriks Schram. Hann er ekki – að því að ég best veit prestur í þeim eiginlega skilningi að hafa hlotið vígslu til starfans (að loknu cand.theol.prófi) þó ísl.kristskirkjan byggi á hinum svokallaða ev.lúterska grunni.
Biskup Íslands á – ef rétt er með farið – að setja ofaní við að hugtakið prestur sé notað um Friðrik blessaðan Schram. Þó prestar af öðrum kirkjudeildum hafi skoðanir sem eru á sama róli þá verður jú að leyfa þeim að vera áfram prestar – ekki satt – þar sem þeir hafa lokið sínum háskólagráðum osfrv. Er ekki pistill sr. Baldurs um þetta þegar að er gáð, en ekki um trúfélagalöggjöfina?
Jahá. Gildir það sama þá um t.d. kaþólsku kirkjuna?
Og hvernig er það, trúir ekki „forstöðumaðurinn“ þinn því sama og Friðrik? Síðast þegar ég sá Karl tjá sig um það hvort þetta væri synd, þá taldi hann það.
Arnaldur Máni:
ég er ekki að leggja Baldri orð í munn. Pistill hans fjallar um prestshugtakið. Það er ég sem er að heimfæra rök Baldurs á trúfélögin sjálf, ekki bara prestana. Ég vil þannig bæta við orð Baldurs og segja:
Nátttröll eins Kristskirkjan [Krossinn, Aðventistar, „Catch the Fire“ og önnur dúbíus trúfélög] verða að fá að vera til en þau eiga ekki að geta flaggað neins konar opinberum stimpli eða viðurkenningu