Mánudagur 26.09.2011 - 09:36 - Lokað fyrir ummæli

Skoffín í Silfrinu!

Ég vil þakka Agli Helgasyni að fá hana Vandönu Shivu í Silfrið í gær.  Hún fékk vonandi marga til að staðnæmast.  Svo voru frjálsu umræðurnar skemmtilegar nema ég veit ekki hvað Páll Vilhjálmsson var að gera þarna.  Hann er náttúrulega bara Skoffín sem ryðst fram með upphrópunum og sleggjudómum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • Baldur Kristjánsson

    Ég myndi aldrei nota svona orð um nokkurn annan en Pál þennann því hann sjálfur stundar það að klína ónefnum á fólk í bloggi sínu.

  • „Ég myndi aldrei nota svona orð um nokkurn annan en Pál þennan því hann sjálfur stundar það að klína ónefnum á fólk í bloggi sínu“,segir presturinn sem ber sér á brjóst í predikunarstólnum og boðar þar sóknarbörnum sínum umburðarlyndi, gæsku og fyrirgefningu sem aðal hins kristna manns en varla kominn út úr helgidómnum þegar hann umhverfist í pólitískan baráttumann með hefndarþuluna að vopni „auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“.
    Páll Vilhjálmsson á vafalítið sínar slæmu hliðar eins og allir menn en í lýðfrjálsu landi hefur hann eins og aðrir rétt á að setja fram sínar skoðanir. Með innleggi sínu er Baldur Kristjánsson í raun að réttlæta skoðanakúgun. Ef þú ert ekki sammála minni lífssýn þá ertu óalandi og óferjandi og mér því heimilt að mala þig mélinu smærra með persónulegu níði og grófum uppnefnum.
    Og hver var svo hin ófyrirgefanlega synd þessa Páls? Hann talaði gegn inngöngu Íslendinga í ESB. Hógværir menn hafa sett fram þær skoðanir að ESB málin eigi að ræða og kynna af heilindum og á hlutlægan hátt. Kosti jafnt sem galla þannig að almenningur eigi þess kost að móta afstöðu sína til málsins. Baldur Kristjánsson vill ekki fara þá leið. Þeir sem ekki eru skoðanabræður hans fá það óþvegið og eru uppnefndir í þokkabót. Það er hans lýðræði.
    Alþingismenn hafa skaðað orðspor Alþingis Íslendinga með gífuryrðum, dæmalausu sundurlyndi og skorti á umburðarlyndi. Til eru prestar sem hafa skaðað orðspor Þjóðkirkjunnar með gífuryrðum og skorti á umburðarlyndi. Baldur Kristjánsson er einn af þeim.

  • Þú veist ekkert hvað þú ert að tala um í þessu samhengi GSS minn góður!

  • Baldur er heiðarlegur og réttsýnn maður, af bloggi hans að dæma. Að kalla manninn skoffín er kannski ofmælt eða vanmælt, önnur orð koma manni í hug sem gætu átt betur við hann.

Höfundur