Við eigum að gera ríkisvaldið hlutlaust gagnvart trúarbrögðum án þessa ð rjúfa siðinn. Hvað á maðurinn við.
Öll samfélag þurfa festu, grunn, samhengi, stöðugleika. Okkar samhengi sækjum við til kristni. Hátíðisdagar kristni ramma inn árið. Sigurmerki kristninnar er grunngerð fánans, þess merkis sem við höfum sameiginlega og það mótar sönginn, þjóðsönginns em er okkar sameiginlegi söngur. Við höfum hefðir sem rista djúpt og tengja saman fortíð, nútíð og framtíð. Í bókmenntum, örðum listum og daglegu lífi eru tákn hvarvetna sprottin upp úr þessum jarðvegi. Við eigum ekki að bylta þessu af okkur síður en svo. Kristnin bæði uppfyllir ágætlega trúarþörf þeirra sem hana hafa og frá dögum Konstantíusaar hefur hún skipulega verið byggð upp sem hluti af samfélagsskipun og hefur reynst vel sérstaklega í seinni tíð.
Að þessu sögðu: Við eigum að gæta þess vandlega að algert trúfrelsi ríki. Þó að siður þessa sérstaka ríkis sé kristinn þá má enginn efast um það að menn njóti jafnræðis sama hvaða trú þeir hafa eða hvort þeir hafi nokkra. Þetta nái auðvitað til trúfélaga og nái jafnt til veraldlegra sem andlegra hluta. Allir eiga þannig að hafa sama rétt til bygginga fyrir túfélög sín og sama rétt til fjármuna frá ríkinu sé um slíkt að ræða. Þetta er ekki vandalaust í framkvæmd því að ríkjandi trúarbrögð hafa alltaf það forskot að fleiri vilja hygla þeim en öðrum og þau tengjast líka kúltúr, fornminjum og sögu með þeim hætti að kann að styrkja þau í nútíma praktíkst séð.
En þetta er verkefni. Í praktískum skilningi þarf ríkisvaldið að verða svo hlutlaust að jafnræði ríki og trúfrelsið það algjört að ekkert ríkisvald reyni að hindra vöxt og viðgang nokkrurrar trúar eða þá trúleysis ef út í það er farið.
Þó að við séum hætt að trúa öllu bókstaflega sem stendur í ritningunum og að flugur séu frá helvíti þá er trúarþörf mikil hjá mörgum manneskjum og mér sýnist hún fá ágæta útrás í hinu kristna drama. Islömskum vinum mínum virðist líka vel í sinni trúarhefð og svo virðist um flesta. Ég er ósammála þeirri tesu Dawkins að hið hófsama trúfólk sé eldiviðurinn fyrir öfgarnar sem finna má aðallega í kristni og islam. Það má alveg eins rökstyðja það að hið hófsaam fólk haldi öfgunum í skefjum. Það er því ekki endilega rétt að segja að trú ali af sér öfgar ekki frekar en að trúleysi ali af sér öfgar. Trú er þarna hvort sem okkur líkar betur eða verr og verður meðan manneskjan er eins og hún er. En um það hvort að svo sé er mönnum rétt og skylt að deila því að engin algild sannindi eru til nema þá helst í raunvísindum en þá opnast nú reyndar nýr gluggi.
Já.
Tek undir með Guðmundi.
Verð að spyrja: Hvað ertu að reyna að segja? Ertu ósáttur við nýjar reglur um samskipti skóla og trúfélaga í Reykjavík?
Flest allir sæmilega vel menntaðir menn í dag eru ekki trúaðir í gömlu merkingu orðsins (“faith” á ensku). Öllum er ljóst að okkar sólkerfi og jörðin góða urði til fyrir tilviljun og við vitum hvenær það gerðist. Náttúrulögmálin láta ekki að sér hæða, þau haggast ekki, því engin kraftaverk. En menn hanga enn í trúnni eins og hundar á roði, og nú er svo komið að menn eins og okkar ágæti og vel menntaði Baldvin trúir á það að trúa. Ekki svo galið.
Svarið er JÁ. Fyrir fjölmarga er kristnin, og trúarbrögð almennt, algerlega óþörf.
Og ríkisvaldið á vissulega að vera hlutlaust gagnvart þeim sem hafa trúarþörf. Slíku hlutleysi verður aðeins náð með aðskilnaði ríkis og kirkju. Flest skynsemisrök hníga að slíkum aðskilnaði sem fyrst.