Mánudagur 17.10.2011 - 13:52 - Lokað fyrir ummæli

Eiturefnið er arsenik!

Ég var í sveitarstjórn Ölfuss þegar Orkuveitan var að byggja Hellisheiðarvirkjun og og vildi fá og fékk leyfi til þess að dæla eitruðu vatni sem búiuð var að nýta hitann úr aftur niðurfyrir grunnvatsyfirborð eða a.m.k niður á kílómeters dýpi sem urðu svo 800 metrar.  Eiturefnið er arsenik og það þurfti að koma því undir vatnið sem við notum til drykkjar og í fiskvinnslunni og í vatnsútflutning og niður fyrir sjávargólfið líka svo það blandaðist ekki fiskinum.

Aldrei fékk ég almenninleg svör við því af hverju því væri ekki dælt niður hinum megin þ.e. að segja undir Reykjavík en dró þá ályktun að þarna væri viss fræðileg hætta á ferðum og betra ef illa færi að nokkrir Ölfusingar yrðu eituðu vatni að bráð en margmennið syðra.

Það er alveg útilokað að venjulegir sveitarstjórnarmenn geti lagt hlutlaust mat á skýrslur og útreikninga fræðimanna sem eru að réttlæta ákveðin pólitísk ,,þjóðþrifamál“ sem þegar hafa verið ákveðin en látum það vera.

Aldrei var minnst á hugsalega jarðskjálfta í þessu sambandi eða að niðurdælingin myndi flýta jarðskjálftum eins og það er nefnt til að sefa almenning.

Jarðskjálftarnir bitna helst á Hvergerðingum sem hafa ekkert verið spurðir eða uppfræddir. Ölfus og Hveragerði er sama svæðið undir sömu fjöllunum og eiga auðvitað að vera eitt sveitarfélag en það er líka önnur saga.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Afhverju er þetta ekki kært til lögreglu? Hér er verið að framkvæma umhverfisslys og setja heimili Hvergerðinga í uppnám. Köldu vatni er dælt niður í heitt bergið þar sem það veldur gufusprengingum.

  • Pétur: Jarðskjálftarnir stafa ekki af gufusprengingum, vatnið sem dælt er niður hitnar, en snögghitnar ekki undir þrýstingi og því verða ekki gufusprengingar þarna. Af því vatnið sem fer niður er kaldara en bergið, þá verða þenslubreytingar á berginu, það kólnar og dregst saman og við það gliðna sprungur sem fyrir eru og verða hreyfingar á þeim og það leiðir til jarðskjálftanna.

    Baldur: Jarðhitavatninu sem búið er að nota er dælt aftur niður í sama vatnshólf og það var í. Við það eykst ekki vatnsmagnið í hólfinu og rýrnar afar lítið. Með því minnkar þrýstingur í vatnshólfinu hægar en ef vatninu væri veitt burt eftir notkun. Notaða vatnið er með hérumbil sama innihaldi og áður, næstum því í sama magni og áður og fer á sama stað og áður en því var dælt upp, þess vegna er það ekkert hættulegara eftir en áður. Eina breytingin á efnainnihaldi og magni er að sum efni fara burt með gufunni í gasformi og svo fer auðvitað lítillega líka burt af magninu með gufunni.

    Annað. Ég held að þú sért að rugla þessarri niðurdælingu saman við fyrri áform sem voru um að dæla vatninu ekki niður í heitavatnshólfið aftur, heldur að veita því burt með grunnvatnsstraumi sem liggur út í Selvog. Í tengslum við þær hugmyndir voru gerð kort af vatnasviði grunnvatnsstrauma á svæðinu. En, sumsé það var hætt við að veita notaða vatninu burt og valið þess í stað að dæla því niður.

    Niðurdæling notaðs virkjunarvatns í sömu vatnsuppsprettu er umhverfisvæn af tveimur ástæðum. Önnur er að með því veldur affallsvatnið ekki mengun á yfirborði eða í grunnvatni og hin að með því móti er vatnið nýtt betur og lindin endist lengur. Því er rétt að dæla þessu vatni aftur niður í sama vatnshólf.

    Það er samt ekki sama hvernig að niðurdælingunni er staðið. Ef niðurdælingin veldur jarðskjálftum, þarf að finna annan niðurdælingarstað. Þolendur skjálftanna koma aldrei til með að sætta sig við þau rök að þeim sé bara greiði gerður með því að fá skjálftana núna og af þessarri stærð, af því að með því sé þeim forðað frá að fá þá seinna og af meiri stærð. Jafnvel þótt þau rök geti vel verið rétt!

    Því ráðlegg ég OR að finna annan niðurdælingarstað, t.d. við Gráunhúka þar sem þeir eru líka að dæla niður án jarðskjálfta, og eftirláta svo náttúrunni og Viðlagatryggingum að takast á við skjálftana sem jarðfræðingar eru smmmála um að muni einhverntíma koma frá Húsmúla, þar sem þeir valda jarðskjálftum nú.

  • Eg á vid thau thá fyrirhugudu áform ad setja vatnid nidur í grunnvatnsstrauminn. Breytingin sem thú nefnir hefur verid gerd eftir ad ég hætti ad sŷsla um thetta. Greining stendur samt ad flestu leyti fyrir sínu. Kv. B

  • Soffía, ég er ekki viss um að þú vitir frekar en aðrir nákvæmlega hvað gerist við niðurdælingu. Þegar kaldur vökvinn lendir á heitu berginu (sem er, nota bene, miklu massameira en vökvinn) kólnar bergið aðeins við snertiflötinn og losar entalpi. En hvertfer þetta entalpi? Það fer í vökvann sem fasabreytist í gas og alla vega hluti þess tug- eða hundraðfaldar rúmmál sitt (gufusprenging). Hvaða nákvæmlega gerist fer að sjálfsögðu eftir aðstæðum þarna niðri, þrýstingi í hólfinu sem tekur við niðurdælingunni, hitastig o.s.frv.

Höfundur