Laugardagur 17.12.2011 - 15:00 - Lokað fyrir ummæli

Gamlir flokkar og gamlir menn!

Ástæðulaust er að óska flokkum til hamingju með 95 ára afmæli. Þvert á móti. Því eldri sem flokkar eru því meira ryk í hornum því fleirri skúmaskot því minni líkur eru á því að eitthvað í grundvallarstefnu eigi lengur við. Flokkar eiga helst ekki að verða mjög gamlir. Það á fólk hins vegar að verða og full ástæða til að óska gömlum Framsóknarmönnum til hamingju með daginn og þá aðeins þeim sem hafa varðveitt hreinleika hjartans og ekki reynt að auðgast á stjórnmálaþátttöku sinni eða notað flokkinn sem tæki til sérhagsmunavörslu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Þegar maður yfirfærir þetta á GOP, stjórnmálaflokk Abrahams Lincoln, þá verður þetta sársaukafullt. Sá flokkur reynir nú að tefla fram fólki til hæstu metorða vestanhafs, sem hér megin við pollinn myndi vera hunsað sem öfgafullir hægrimenn (svo ekki sé dýpra í árina/árinni tekið).

    Stjórnmál verða hinsvegar alltaf tæki til sérhagsmunagæslu og því hefurðu rétt fyrir þér. Þegar flokkar standa fyrir ekkert nema það, er best að pakka þeim saman og byrja upp á nýtt.

  • Gústaf Níelsson

    Er ekki betra að rykið fái að setjast í gömlum flokkum Baldur, en að menn eins og þú kastir sífellt ryki í augu fólks?

  • Gleðileg jól Gústaf.

  • Ekki rykið augljóst þar
    augu fyllast tárum.
    Súrlegt Gústa-svarið var
    slegið íhaldssárum

Höfundur