Laugardagur 17.12.2011 - 14:08 - Lokað fyrir ummæli

Er Guð til -tilbrigði við spurninguna-

Hugmyndin um Guð er í sjálfu sér hugsunastoppari. Guð sem einhvers konar æðri vera sem hafi skapað heiminn eða komið hinum af stað sem hinn fyrsti hreyfill. Slík hugsun felur í raun í sér uppgjöf því að í henni felst sjálfkrafa að ekki sê hægt að útskýra tilurð heimsins þar sem Guðshugtakið er í raun „code“ orð yfir það sem ekki er hægt að skilja.

En munum við nokkurn tímann skilja eðli og upphaf heimsins? Getum við skilið hvernig eitthvað varð til í upphafi? Úr hverju varð það til? Úr engu? Getur einhver ímyndað sér hvernig „ekkert“ er? Það er varla hægt. Sé hægt að ímynda sér „ekkert“ er það orðið eitthvað! Svo eitthvað hefur alltaf verið til eða hvað? Samaþjappaður massi sem sprakk og alheimurinn varð til? Og þá óendalegur fjöldi slíkra alheima sem hver um sig hefur líftíma sem telur í tugum billjóna ára og verður aftur klumpur sem svo aftur springur! Getur þá einnig verið að óendanlegur fjöldi heima sé á óendanlegum fjölda tíðnisviða?

Svo má aftur spyrja hvort að veröld sé til ef enginn skynjar hana. Ef engin meðvitund er til í formi lífs er þá nokkuð til? Er þá tilurð hins fyrsta einfaldasta lífs fyrsta skynjunin, sköpun hins fyrsta heims? Við komumst víst ekkert áfram með þessu móti heldur þvi eitthvað var til meðan engin skynjun var í gangi sem leiddi til þessarar fyrstu skynjunar.

Mér geðjast best að hugmyndinni að „guð“ sé strákur eða stelpa í öðrum og miklu stærri heimi sem hafi skapað veröldina í tölvunni sinni. Þessi veröld er svo stór á okkar mælikvarða ad hver sekúnda hjá honum/henni sé miilljónir àra hjá okkur. Einn góðan veðurdag stendur krakkinn/unglingurinn upp og slekkur á tölvunni sinni. Kannski mamma hans hafi kallað hann ímat fyrir miljónum ára, hann sè þegar með puttann á slökkvaranum. Guð hjálpi okkur þá!
Ótrúlegt en satt. Á tíunda áratug síðustu aldar var prófessor við M.I.T rekinn fyrir ad halda þessu fram.
Ritað eftir skoðun á greinum Stefáns Snævars en ekki í beinu sambandi við þær!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Guðmundur Pálsson

    Menn leika sér auðvitað með guðshugmyndina eins og sést hér að ofan og í nýlegum netgreinum Stefáns Snævars. Það er gaman að því. En nokkrum sinnum hefur maður kynnst fólki sem hefur verið „snert af Guði“ í þeim skilningi að það hefur í gegnum lífið, reynsluna og trúna öðlast yfirburðarskilning. Þetta fólk talar ekki eins og við menntaðir háskólamennirnir um Guð með vísindalegum eða kosmólógískum tilvísunum heldur út frá kærleika Guðs til mannsins. Og það sést á lífi þess að það trúir og skilur. Það er vissulega mjög fallegt.

Höfundur